Fundargerð fundar málefnahóps um lýðræðislegt menntakerfi 27. mars

Ritari: Valgerður Pálmadóttir

Mætt á fundinn: Hjalti Hrafn Hafþórsson, Ingimar Waage, Birgir Smári Ársælsson og Valgerður Pálmadóttir.

Fundurinn var frekar óformlegur og við ræddum ýmis mál tengd lýðræðisvæðingu menntakerfisins.

-Ný Aðalnámskrá var eftst á baugi. Grein 12.2 um skólanefnd var sérstaklega tekin fyrir. Hún er svohljóðandi:

12.2 Skólanefnd

Ráðherra skipar skólanefnd til fjögurra ára í senn en í henni sitja fimm manns. Tveir eru tilnefndir af sveitarstjórn og þrír eru skipaðir án tilnefningar. Kennarar, foreldrar og nemendafélag tilnefna hvert sinn áheyrnarfulltrúann. Skólanefnd markar áherslur í skóla-starfinu og er skólameistara til ráðgjafar í margvíslegum málum. Skólameistari situr fundi skólanefndar. Fundargerðir skulu vera aðgengilegar almenningi á heimasíðu skólanna.

Fundarfólk var allt sammála um að gera þyrfti athugasemd við þessa grein. Kennarar foreldrar og nemendafélag geta aðeins skipað áheyrnarfulltrúa það er óásættanlegt því enginn á að vera óvirkur í lýðræðislegum ferlum.

-Grunnþættir í Aðalnámskrá fínt skref en nánari útlistun og praktískar leiðbeiningar þarf til svo þeir verði ekki tómur orðaglaumur og fögur fyrirheit.

-Rædd voru atriði eins og mikilvægi arkítektúrs og stofuskipulags fyrir lýðræði innan kennslustofa

-Reglur skólanna verða að koma að neðan og vera gagnsæjar, höfða til skynsemi þeirra sem koma að skólastarfi, nemenda, kennara, foreldra og skólastjórnenda

Eftir þennan brainstormfund var ákveðið að halda annan fund að tveimur vikum liðnum þar sem fundarfólk gæti verið með skýrar hugmyndir varðandi yfirlýsingu eða stefnu Öldu í málaflokknum.

Á meðan er ætlunin að skiptast á hugmyndum og greinum gegnum dropbox, áhugasamir hafið samband við Hjalta Hrafn Hafþórsson til að fá aðgang að dropboxi.

Stefnt að næsta fundi miðvikudag 12. apríl.