Alda félag um sjálfbærni og lýðræði

Fundur í málefnahópi um lýðræðislegt hagkerfi 17/04/2012

Mætt voru: Hulda, Methusalem, Guðni, Guðmundur, Hjalti, Júlíus, Arndís, Einar

Fundargerð ritaði Hjalti.

Fundur var settur 20:30

 

Fundurinn var með óformlegu sniði. Rifjað var upp það sem gerðist á síðasta fundi og tekinn samann listi yfir þau verkefni sem þarf að vinna. Verkefnum var deilt niður á fundamenn til að vinna fyrir næsta fund.

Júlíus ætlar að hafa samband við Háskólann á Bifröst og athuga hvort áhugi er fyrir því að halda málþing um lýðræðisleg fyrirtæki.

Andís, Hjalti, Guðmundur og Guðni ætla að hittast í næstu viku og skrifa texta fyrir þingsályktunartillögu. Það á að vera tilbúið fyrir stjórnarfund 1. Maí.

Hulda ætlar að skrifa tölvupósta á flokka og þingmenn með kynningarskjali um lýðræðisleg fyrirtæki.

Hjalti ætlar að svar beiðni frá Þór Saari um að útlista af hverju ekki er nóg að laga gömlu samvinnufélaglögin.

Sólveig var að henni fjarverandi sett í það verkefni að hafa samband við Mondragon.

 

Velt var upp hugmyndinni um að halda bíókvöld og horfa á heimildarmyndina  „The Take“. Vel var tekið í hugmyndina. Slíkt kvöld myndi bæði vera kynning á lýðræðislegu fyrirtækja hugsjóninni og það gæti líka verið gaman að hittast og undir öðrum kringumstæðum en þessum venjulegu fundum.

 

Fundi var slitið kl 21:45