Nú vill svo skemmtilega til að fyrsti þriðjudagur maímánaðar er 1. maí en eins og allir vita heldur Alda alltaf stjórnarfundi fyrsta þriðjudag í mánuði hverjum.
Við blásum því í baráttulúðra, höldum stjórnarfund eldsnemma og hitum upp fyrir kröfugöngu verkalýðsins.
Fundur verður settur klukkan 11.00 með kaffi og meððí og nokkrum bröndurum.
Það er mikið um að vera í Öldu og fjör framundan og því margt að ræða. 🙂

Dagskrá

  1. Stytting vinnudagsins
  2. Stefna lýðræðislegs stjórnmálaflokks
  3. Fjármál félagsins
  4. Grasrótarmiðstöðin
  5. Vinnulag í Öldu
  6. Ráðstefna um lýðræði í maí
  7. Ályktun um stöðu mála í kjölfar hrunsins
  8. Önnur mál

Allir eru velkomnir enda allir fundir Öldu opnir 🙂