Fundur var haldinn í sjálfbærnihóp þann 26. apríl síðastliðinn. Á fundinn mættu Halldóra Ísleifsdóttir og Kristinn Már Ársælsson. Greinilega komið sumar.

Farið var yfir stefnuskjal sem Alda vinnur fyrir stjórnmálaflokka um sjálfbærni. Tekin voru út nokkur atriði sem þóttu of sértæk og/eða ættu betur heima undir öðrum stefnuflokkum. Kristinn mun vinna að greinargerð og verður stefnan tekin til afgreiðslu í hópnum undir lok maí (drögin birt á vefnum fyrir fundinn) og lögð fyrir stjórnarfund í félaginu í byrjun júní.

Halldóra kom með stefnuskjal um sjálfbærni og hönnun/endurhönnun. Í því var farið yfir fjölmörg atriði sem bæta þarf í samfélagi okkar og tengjast hönnun/endurhönnun. Svo sem hvað varðar endurnýtingu hráefna, skipulag og endingu á hlutum. Stefnan verður tekin til afgreiðslu í hópnum undir lok maí (drögin birt á vefnum fyrir fundinn) og lögð fyrir stjórnarfund í byrjun júní.

Ákveðið var að fresta ráðstefnu um sjálfbærniþorp til haustsins vegna verkefnaálags og þess hversu stutt er í sumarið.

Engin önnur mál.