Fundur var haldinn í málefnahópi um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna þann 24. apríl. Mættir voru Björn Þorsteinsson og Kristinn Már Ársælsson. Greinilega komið sumar.
Gengið var frá stefnu fyrir stjórnmálaflokka um lýðræðismál. Frá síðasta fundi hafði verið bætt við greinargerðum. Að meginstefnu til var byggt að tillögum félagsins til stjórnlagaþings en þó með nokkrum breytingum. Sérstaklega má þar nefna kafla um ábyrgð fulltrúa almennings. Tillagan var afgreidd til stjórnarfundar þann 1. maí.
Rætt var um þróun mála í kjölfar Landsdóms og ákveðið að leggja fyrir ályktun á næsta stjórnarfundi um þróun mála frá hruni.
Tillögur félagsins um lýðræðislega skipan stjórnmálaflokks eru í kynningu hjá stjórnmálaflokkunum.
Engin önnur mál.