Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði ákvað í byrjun árs 2012 að vinna tillögu að stefnu fyrir stjórnmálaflokka í anda alvöru lýðræðis í nokkrum málaflokkum og hér gefur að líta fyrstu stefnuna, um lýðræðismál. Stefnan var unnin í opnu ferli innan Öldu í málefnahópi um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna. Stjórnendur hópsins eru Björn Þorsteinsson og Kristinn Már Ársælsson.
Stefnan var ekki unnin með neinn sérstakan stjórnmálaflokk í huga og er hverjum sem er frjálst að nota þær hugmyndir sem í henni birtast. Alda hvetur til þess að þessari stefnu verði hrint í framkvæmd sem fyrst.
Þess ber að geta að Alda er ekki og hyggst ekki verða stjórnmálaflokkur.