Boðað er til fundar í málefnahóp um lýðræðislegt hagkerfi þriðjudaginn 29. maí kl 20:00, í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4.
Fundurinn er líkt og allir aðrir fundir Öldu öllum opinn og allir hvattir til að koma og segja sína skoðun á því hvernig alvöru hagkerfi eigi að vera rekið.
Á dagskrá fundarins er áframhaldandi vinna að gerð þingsályktunartillögu um lög um lýðræðisleg fyrirtæki. Einnig verða sagðir brandarar. Það verður gert stólpa grín að því að nokkur þjóð geti kallað sig lýðræðislega þegar lýðræðið nær ekki yfir efnahagsleg málefni (það hlýtur að vera brandari).