Boðað er til fundar í málefnahóp um lýðræðislegt hagkerfi þriðjudaginn 18. september kl 20:00. Fundurinn er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4.
Fundurinn er að sjálfsögðu opinn og allir sem vilja taka þátt eru hvattir til að mæta.

Á fundinum verður fjallað um þingsályktunartillögu um lagaramma fyrir lýðræðisleg fyrirtæki sem vonandi fer fyrir Alþingi bráðlega.
Einnig verður rætt um starf hópsins og markmið vetrarins.
Svo verða sagðir brandarar af því að eins og allir vita þá er þetta langskemmtilegast málefnahópurinn og það líður aldrei sá fundur að við getum ekki hlegið og brosað saman.