Almenningi gefst færi á að kjósa um tillögur Stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá þann 20. október næstkomandi. Alda hvetur alla til þess að kynna sér tillögurnar ítarlega og taka þátt í atkvæðagreiðslunni.

Endurskoðunarferill stjórnarskráinnar hefur vakið athygli lýðræðissinna um allan heim. Sjaldan hafa slíkar ákvarðanir verið færðar að stórum hluta í hendur almennings með eins beinum hætti og hér þótt ýmislegt hafi mátt betur fara.

Í tillögum að nýrri stjórnarskrá eru m.a. ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og þjóðarfrumkvæði í áttina að því sem Alda lagði til að yrðu í stjórnarskrá.

Félagið hefur áður komið á framfæri ábendingum um að ýmislegt hefði betur mátt fara við endurskoðun og hefði viljað að gengið væri enn lengra í átt að auknu lýðræði. Alda lítur svo á að endurskoðun á stjórnarskránni sé ekki lokið (sjá hér).

One Thought to “Ályktun: Þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskrá”

  1. Hildur Harðardóttir

    Hefði viljað sá meiri þátttöku

Comments are closed.