Stjórn Öldu er nú fullskipuð að loknu slembivali. Það eru Sibeso Sveinsson og Anna Rún Tryggvadóttir sem voru valdar í slembivalinu. Þær eru fyrstu slembivöldu fulltrúarnir í stjórn Öldu. Við bjóðum þær hjartanlega velkomnar.

Haldinn verður opinn fundur um starfið í vetur á miðvikudagskvöld kl. 20 í Grasrótarmiðstöðinni. Þar veður rætt um málefnahópa, verkefni og viðburði á komandi vetri.

Hver sem er getur stofnað málefnahóp og við hvetjum félagsmenn til þess að gera það. Við hvetjum alla til þess að mæta á miðvikudaginn og vera með í að skipuleggja starfið.

Svolítið var rætt um starfið í vetur á síðasta stjórnarfundi. Meðal verkefna sem hafa verið í vinnslu eða á döfinni má nefna:

  • Stytting vinnutíma
  • Skilyrðislaus grunnframfærsla
  • Real Democracy now – vefsvæði með kynningum á þátttökuferlum
  • Þjóðfundur
  • Endurhönnun/Endurnýting
  • Sjálfbærni, stóra myndin
  • Lýðræðislegir skólar
  • Stefna fyrir stjórnmálaflokka
  • Greiningardeild. – Aðrir mælikvarðar
  • Fjölmiðlar. – Full fact
  • Alþjóðamál
  • Minnihlutahópar

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Allir fundir hjá Öldu eru öllum opnir. Reynt er til þrautar að leiða mál til lykta samhljóða (e. consensus).