Opinn fundur um starfið í vetur.
Mættir voru. Guðmundur D. Haraldsson, Ásta Hafberg, Hulda Björg Sigurðardóttir, Sólveig Alda Tryggvadóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Sibeso Sveinsson, Þórarinn Einarsson og Kristinn Már (sem ritaði fundargerð).
Farið var yfir hugmyndir að verkefnum sem hafa verið í vinnslu eða á teikniborðinu.
Rædd var sú hugmynd um að málefnahóparnir þrír, um stjórnmálasviðið, hagkerfið og sjálfbærni, starfi áfram sem almennir málefnahópar sem hittist einu sinni í mánuði. Þar sé fjallað um verkefni sem falla undir hópinn en einnig almennt um málefni hópsins. Svo verði stofnanðir aðgerðahópar undir málefnahópana. Aðgerðahópar vinna skilgreind vekefni sem hafa upphaf og nedi. Hver sem er getur tekið virkan þátt í öllm hópum.
Þá var ráðist í að skipta málefnahópum og aðgerðahópum á milli ábyrgðarmanna. Sjá skiptingu að neðan.
Lýðræðislegt hagkerfi
Sólveig Alda og Hjalti Hrafn hafa umsjón með málefnahópnum.
Ráðstefna um lýðræðisleg fyrirtæki – Hjalti Hrafn og Sólveig Alda
Fyrirhugað er að halda á næsta ári ráðstefnu um lýðræðisleg fyrirtæki.
Skilyrðislaus grunnframfærsla – Hjalti Hrafn
Þingsályktunartillaga um lýðræðisleg fyrirtæki – Hjalti og Sólveig
Nýtt hagkerfi – Guðmundur D. og Ásta
Hópurinn mun vinna tillögur að breytingum á formgerð efnahagskerfisins. Meðal efnis sem byggt verður á má nefna Vegvísi New Internationalist og tillögur New Economic Foundation í Bretlandi.
Greiningardeildin – Ásta Hafberg
Hópur sem vinnur að því að finna nothæfa mælikvarða á fleiri þáttum er varða hag og stöðu samfélags og umhverfis en hagvöxt og ýmsar hagtölur. Mælar þarf félagslega þætti og sjálfbærni.
Stytting vinnutíma – Guðmundur D. Haraldsson
Lýðræðisvæðing OR – Munaðarlaus.
Alvöru lýðræði
Björn Þorsteinsson og Kristinn Már hafa umsjón með málefnahópnum.
Real democracy now! – Vefsíðan – Kristinn Már
Verkefni þar sem safnað er saman efni um lýðræðisleg þátttökuferli, s.s. þátttökufjárhagsáætlunargerð og slembivalsþingum. Hugmyndin er að vefsíðan nýtist almenningi, þeim sem innleiða slík ferli og vísindamönnum.
Þjóðfund – Munaðarlaus.
Lýðræðislegir skólar – Birgir Smári
Hópur sem starfað hefur að undanförnu mun halda áfram í óbreyttri mynd.
Fjölmiðlar – Full fact. – Munaðarlaus
Lýðræðisleg skipan stjórnmálaflokka – Kristinn Már og Björn
Kynna tillögur Öldu fyrir stjórnmálaflokkum.
Alþjóðamál – Björn og Hjalti Hrafn og Sibeso
Málefni innflytjenda og flóttamanna. Tengsl við félög erlendis og fleira.
Sjálfbærni
Ásta Hafberg og Dóra Ísleifsdóttir hafa umsjón með málefnahópnum.
Endurhönnun/endurnýting – Dóra Ísleifsdóttir
Sjálfbærniþorp – Ásta Hafberg og Dóra og Hulda Björg
Sjálfbærni – stóra myndin – Kristinn Már
Ráðstefna um sjálfbærnimál – Munaðarlaus
Þvert á hópa – innra starf
Stefna fyrir stjórnmálaflokka – Kristinn Már
Tillaga að stefnu fyrir stjórnmálaflokka í öllum málaflokkum Öldu. Stjórnmálaflokkar munu að sjálfssögðu taka upp stefnu Öldu.
Minnihlutahópar – Hjalti á frumkvæði.
Velt upp spurningunni, hvernig er opið starf eins og í Öldu best skipulagt með tilliti til þess að ekki halli á neina hópa?
Minnt er á að allir félagsmenn geta stofnað málefnahópa og mega taka þátt í öllum hópum og öllum fundum.
Og þá hefst starfsár Öldu á fullu.
Fundi slitið 21:50.