Boðað er til fundar í málefnahóp um lýðræðislegt menntakerfi þriðjudaginn 13. nóvember kl 20:00. Fundurinn verður haldinn í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Fundurinn er að sjálfsögðu opinn og allir sem vilja taka þátt eru hvattir til að mæta.

Markmið fundarins að þessu er að setja á blað stefnu Öldu í menntamálum. Það er ekki nauðsynlegt að hafa komið á fyrri fundi og eru innlegg allra kærkomin.