1. Fundaröð Öldu fyrir kosningar

  1. Stjórnmálin
  2. Sjálfbærni
  3. Hagkerfið og vinnutími
  4. Eitt málefni opið og ákveðið þegar nær dregur

Rættt um fyrirkomulag fundanna, hvort betra væri fyrir eða eftir landsfundi. Frábært ef hægt væri að hafa ritmálstúlkun. Fyrirkomulagið skiptir máli. Hvaða málefni og niðurstaðan sú sem er að ofan. Hvaða þemu er líklegri til árangurs en önnur. Talsverð umræða um mikilvægi þess að koma að meiri umfjöllun og umræðu í samfélaginu um nýtt og lýðræðislegt hagkerfi. Aðgerðahópur um það fer af stað bráðlega. Málefnahóparnir hafa ábyrgð á sínum fundum.

Staður – Ráðhúsið talið besti kostur en einnig Hugmyndahúsið (þar sem Alda hóf sín störf).

Stund – Fyrsti fundur um miðjan febrúar um lýðræði á sviði stjórnmálanna. Nákvæm tímasetning síðar.

Upplýsingalagafundurinn með IMMI í janúar en ekki hluti af þessari fundaröð.

2. Umsagnir og málefni þingsins

Guðmundur hefur ritað umsögn um tillögu Róberts Marshalls um breytingar á lögum um 40 stunda vinnuviku.. Alda mun senda hana inn. Alda leggur til fleiri frídaga og að vinnuvikan verði stytt í 32 stundir.

Stjórnarskrármálið – umsögn. Rætt um mikilvægi þess að halda sig við ferli sem ákveðin hafa verið og þá framlengja þau fremur en fara gegn. Niðurstaða umræðunnar var að ítreka fyrri ályktanir.

Þingsályktunartillga um lýðræðisleg fyrirtæki. Búið að leggja tillöguna fram á Alþingi. Ólíklegt að þetta verði flutt fyrir áramót, m.a. vegna málþófs. Vinna þarf málinu fylgi. Hafa samband við þingmenn. Senda bréf. Kynna fyrir fólki. Hafa samband við samvinnuhreyfinguna til að þrýsta á frumvarpið. Fundur snemma í janúar í málefnahópi og allt keyrt á fullt.

Björn og Kristinn sögðu frá heimsókn Öldu á nefndarfund um upplýsingalögin. Sjá pistil á heimasíðunni.

3. Starf hópa

Rætt var um starf hópa að undanförnu. Lesa má fundargerðir frá þeim á alda.is.

4. Stefna í sjálfbærnimálum

Á nýlegum fundi í málefnahópi um sjálfbærni var gengið frá tillögum að stefnu fyrir stjórnmálaflokka í sjálfbærnimálum (drög hér og endanlegt skjal með breytingum frá fundinum væntanlegt). Stefnan samþykkt og greinargerðir verða unnar í kjölfarið. Stefnan kynnt á næsta ári og m.a. á fundi í fundaröð Öldu fyrir kosningarnar.

5. Önnur mál

A. No Borders 3. janúar – pallborðsumræður. Erindi kom frá No Borders varðandi fund og pallborðsumræður um innflytjendamál. Erindinu vísað til málefnahóps um alþjóðamál.

B. Full Fact og þjóðfundur. Alda hefur áhuga á að halda þjóðfund fyrir kosningar og ræða framtíðarsýn almennings. Ræða þarf kosningamál víðar en á landsfundum stjórnmálaflokkanna. Þá er áhugi á eftirlitsstofnun með áreiðanleika fréttaumfjöllunar (Full Fact). Ákveðið að senda erindi á félagsmenn og auglýsa eftir áhugasömum til þess að leiða þessi verkefni hjá Öldu.

C. Alda úti á landi. Útbúnar hafa verið leiðbeiningar um hvernig megi koma á starfi Öldu úti á landi en félagsmönnum hefur fjölgað sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Leiðbeiningarnar verða sendar félagsmönnum á næstunni.

D. Samráðsvettvangur grasrótarhópa verður haldinn eftir áramót að frumkvæði Öldu í samræmi við samþykkt eldri stjórnarfundar.

One Thought to “Fundargerð stjórnarfundar 5. desember 2012”

  1. Ragnar Gestsson

    Undirritaður fagnar áhuga stjórnarinnar á/og sýn útfyrir höfuðborgarsvæðið og biður spenntur eftir framhaldinu.
    Ragnar Gestsson

Comments are closed.