Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði
Fundur í málefnahóp um málefni flóttafólks

Miðvikudagur 23. Janúar 2013
Fundur var settur kl 20:00

Mætt voru:
Hjalti Hrafn, Gunnar, Navi, Jason, Sóveig Alda, Samuel, Dagný, Aze, Oses, Okoro, Hope, Kwaku

Hjalti var kjörinn ritari og fundarstjóri.

Í upphafi fundar kynntu allir sig og sumir hælisleitendur sem voru á fundinum sögðu sögu sína í stuttu máli.

Fundarstjóri las drög að ályktun um málefni hælisleitenda og drögin voru rædd ítarlega. Nokkrar breytingartillögur komu fram.
Farið yfir breytingartillögur á ályktuninni sem bárust með tölvupósti.

Ákveðið var að halda áfram vinnu að ályktuninni á google docks og reyna að hafa endanlega ályktun tilbúna til samþykktar á næsta stjórnarfundi. Tekinn var saman tölvupóstfangalisti fyrir hópinn.

Ákveðið var að bóka næsta fund 13. Febrúar og ræða þá næstu skref í starfi hópsins.

Fundi var formlega slitið kl 22:00 en líflegar umræður héldu áfram lengi á eftir.