Fundur í málefnahóp um alvöru lýðræði
Grasrótarmiðstöð 15. janúar 2013 kl. 20
Mætt voru Hulda Björg, Gústaf, Kristinn Már (sem stýrði fundi), Guðmundur D. og Björn (sem ritaði fundargerð).
1. Opnir fundir í aðdraganda kosninga
Alda stendur fyrir fjórum fundum í aðdraganda kosninganna í vor. Búið er að ákveða þrjú fundarefni. Sjá fundargerð síðasta stjórnarfundar.
Málefnahópur um alvöru lýðræði heldur fyrsta fundinn. Ákveðið var að fundurinn yrði laugardaginn 2. mars kl. 14-16. Björn tekur að sér að flytja stutta framsögu um hugmyndir Öldu um lýðræðismál.
Rætt var um mögulega fundarstaði og möguleika á að taka fundinn upp og/eða senda út á vefnum.
Talað um að hafa fyrirkomulag fundarins þannig að hann verði ca. 2 klst. með 15 mín. hléi.
Rætt um að bjóða til fundarins öllum framboðum sem komin væru með listabókstaf ca. 10.-15. febrúar. Framboðum sem aðhyllast hatursstefnu verði ekki boðið.
2. Kynning á stefnu Öldu í lýðræðismálum
Senda þarf skeyti til stjórnmálaflokkanna og ítreka boð um að koma og kynna stefnu Öldu í lýðræðismálum á stjórnmálasviðinu. Bjóðum jafnframt að koma á opna fundi hjá flokkunum. Framsóknarflokkurinn hefur þegar afþakkað frekari samskipti við Öldu í þessum málaflokki. Kristinn Már sér um að senda skeytin út.
3. Þjóðfundur
Enn vantar verkefnisstjóra í það mál (og raunar svokallað FullFact-verkefni líka). Auglýst verði eftir sjálfboðaliðum á póstlista félagsins.
Um er að ræða eins konar framhald af þjóðfundinum 2009. Vinna nánar úr hugmyndunum sem þar komu fram – annað hvort á opnum fundi eða slembivalsfundi. Verkefnisstjórinn tilvonandi hefur auðvitað eitthvað um þetta að segja. Almennt er fólk hrifnara af slembivalsleiðinni, en opinn fundur hefur líka ýmsa kosti. Júní gæti verið góður tími fyrir þetta.
4. Önnur mál
Rætt var um þjóðfundaformið og aðferðir við að halda slíka fundi, t.d. aðferðafræði Mauraþúfunnar og hvort henni hafi í reynd verði fylgt á þeim þjóðfundum sem haldnir hafa verið.
Real Democracy Now-vefsíðan: halda áfram að vinna í málinu – þ.e. að reyna að finna tíma til að vinna í því! Raunhæft að setja kraft í verkefnið í maí-júní.
Rætt var um stjórnmálaástandið, m.a. um vefinn kaupafasteign.is og hverjir standi að baki honum – og um skrímsladeild VG og Alþýðufylkinguna.
Fundi slitið um tíuleytið.