Miðvikudagskvöldið 30. janúar (í kvöld) verður fundur í málefnahóp um sjálfbærni.

Spennandi hlutir varðandi sjálfbærniþorp verða á dagskrá og gestir úr umhverfis- og auðlindafræði við HÍ koma í heimsókn.

Nú er að komast hreyfing á sjálfbærniþorpsverkefnið og þá vantar gott fólk til góðra verka. Því hvetjum við alla þá er áhuga hafa á að byggja upp sjálfbært samfélag og taka þátt í skrefi til framtíðar að koma á fund í kvöld.

Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er opinn öllum líkt og aðrir fundir Öldu.