Þriðjudagskvöldið 5. febrúar verður blásið til fundar um nýjan þjóðfund. Fundurinn er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4 og hefst klukkan 20.00.

Lengi hefur verið rætt um það innan Öldu að halda þjóðfundi með öðru sniði en var 2009 (því margar útfærslur eru til). Fleiri en félagsmenn í Öldu hafa sömuleiðis áhuga á því.
Nýlega var haldinn fundur (utan Öldu) með áhugasömu fólki úr ýmsum áttum, þar á meðal þeim sem áttu frumkvæði að þjóðfundinum 2009. Á þeim fundi var ákveðið að kanna hvort möguleiki væri á því að Alda ætti frumkvæði að eins konar framhalds-þjóðfundi. Það sætir í raun furðu að enginn, t.d. ekkert stjórnmálaafl, hafi unnið áfram með hugmyndir þær eru spruttu úr vinnu þjóðfundargesta en þar tóku slembivaldir fulltrúar almennings saman þau atriði er þóttu mikilvægust til að búa til betra samfélag.
Hægt er að nálgast upplýsingar um þjóðfundinn 2009 hér.

Á síðasta stjórnarfundi í Öldu var þessi hugmynd rædd og samþykkt að auglýsa eftir fólki úr röðum félagsmanna (og þess vegna utan) til þess að stýra þessu verkefni og vinna að. Nú er stætt að blása til fundar og skoða möguleikana í stöðunni.

Allir velkomnir enda fundir Öldu opnir og fyrir alla.