Fundur var settur kl. 20:06

Fundinn sátu: Ágústa Stefánsdóttir, Birgir Smári Ársælsson, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Hólmfríður Þórisdóttir og Karl Jóhann Garðarsson.
Fundarstjóri: Karl Jóhann
Fundargerð ritaði: Birgir Smári

Hjalti byrjaði á því að kynna starf hópsins hingað til.

Lesin var upp tillaga að stefnu og hún síðan rædd í kjölfarið.

Samþykkt var að vinna skjalið áfram gegnum netið fram að næsta stjórnarfundi.

Verður sú útgáfa sem er tilbúin þá borin undir stjórnina.

Fundi var slitið. 21:50

Næsti fundur verður settur fljótlega eftir næsta stjórnarfund.

2 Thoughts to “Fundargerð – Lýðræðislegt menntakerfi miðvikudaginn 16. janúar”

  1. Þórdís Þórðardóttir

    Væri til í að taka þátt í samstarfshópi um lýðræðislegt menntakerfi. Held ég hafi ýmislegt fram að færa í þessum málaflokki, hef starfað í menntageiranum alla mína starfsævi
    látið mig vita ef þið teljið að ég geti orðið að liði
    bestu kv. Þórdís Þórðardóttir

  2. Birgir Smári Ársælsson

    Sæl Þórdís,

    Allir eru velkomnir á fundi Öldu og öll hjálp vel þegin. Það eru ekki alltaf þeir sömu sem mæta á hvern hóp í menntahópnum en þeir sem mæta leggja sitt af mörkum við starfið. Eins og er erum við að vinna að stefnu félagsins hvað varðar lýðræðislegt menntakerfi. Næsti fundur verður miðvikudaginn 20. febrúar kl. 20 og verður hann boðaður þegar nær dregur. Ef þú kemst ekki á fundinn þá er hægt að senda þér stefnuna eins hún lítur út núna og, ef þú vilt, þá gert athugasemdir við hana sem yrðu teknar upp á fundinum.

    Bestu kveðjur,
    Birgir Smári Ársælsson

    P.S. Höfum við ekki setið einhverja deildarráðsfundi á menntavísindasviði? Ég var fulltrúi nemenda þar til fyrir stuttu.

Comments are closed.