Stjórnarfundur verður miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, venju samkvæmt.

Það er nóg að gera. Málefni hælisleitenda, Full Fact (að sannprófa fullyrðingar í fjölmiðlum), þjóðfundur og greiningardeild eru meðal nýrra verkefna. Einnig verður rætt um eldri verkefni sem snúa að lýðræði, hagkerfinu og sjálfbærni.

Fundurinn er öllum opinn eins og allir fundir hjá Öldu. Við notum samhljóða ákvarðanatöku en annars bara eitt atkvæði á mann. Allir geta verið með.

Dagskrá

  1. Málefni hælisleitenda
  2. Full Fact
  3. Þjóðfundur
  4. Opnir fundir í aðdraganda kosninga
  5. Málefnahópar
  6. Önnur mál