Öldu hefur verið boðið að vera með stutta framsögu á málþingi sem Húmanistaflokkurinn stendur fyrir. Það er haldið í Þjóðarbókhlöðunni við Birkikmel, laugardaginn 9. febrúar undir yfirskriftinni „Er þörf á hugarfarsbreytingu?“
Málþingið er opið öllum.

Ræddar verða spurningar eins og:

• Hugsum við um hag komandi kynslóða?
• Getur lýðræðið þróast án hugarfarsbreytingar?
• Er einstaklingshyggjan ríkjandi eða látum við okkur varða hag annarra?
• Er hægt að breyta þjóðfélaginu ef við breytum ekki hvernig við hugsum?
• Á hugarfarsbreyting erindi inn í stjórmálin?

Fundarstjóri á málþinginu verður Kristinn Már Ársælsson frá Öldu – félagi um sjálfbærni og lýðræði.

Á málþingið mæta fjölmargir hópar og samtök sem hafa örstutta framsögu hver um sig á málþinginu. Þessi samtök eru m.a.:
Akido; Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði; Alþýðufylkingin; Anarkistar; Ásatrúarfélagið; Besti flokkurinn; Björt framtíð; Boðskapur Silo; Bót, félag um bætt samfélag; Búddistafélag SGI; Dögun; Félag múslima á Íslandi; Félag nýrra Íslendinga; Félag um samfélagsbanka; Fjölmenningarráð; Háttvirtir öryrkjar; Hernaðarandstæðingar; Húmanistaflokkurinn; Landvernd; Múltí Kúltí; Náttúruverndarsamtök Íslands; No Borders; Píratapartýið; Raddir fólksins; Samhljómur menningarheima; Samtök um samskipti án ofbeldis; Waldorfskólinn; Zeitgeist hreyfingin; Þjóðarflokkurinn; Þjóðkirkjan; Öryrkjabandalagið.

Viðburðinn má einnig skoða á facebook: http://www.facebook.com/events/330856870352443/