Fundur var settur kl. 20:06
Fundinn sátu: Birgir Smári Ársælsson, Hjalti Hrafn Hafþórsson og Karl Jóhann Garðarsson.
Fundargerð ritaði: Birgir Smári
Var ákveðið að endurhugsa stefnuna frá grunni og settir fram eftirfarandi punktar að grundvelli grunnstefnu Öldu í menntamálum.
· Lýðræði stundað í stofnunum menntakerfisins
· Rými og frelsi fyrir mismunandi nálganir á lýðræði
· Lýðræðið þó eins beint og auðið er
· Þeir sem hafa hagsmuni að gæta hafi aðkomu að ferlum s.s. kennarar og annað starfsfólk, nemendur, foreldrar, fulltrúar úr nærsamfélaginu.
· Valdefling hópa og einstaklinga til aukins sjálfræðis sem og aukinnar lýðræðislegrar þátttöku
Verður unnið með þessa punkta fram að næsta stjórnarfundi og stefnan kynnt í þeirri mynd á næsta stjórnarfundi.
Fundi var slitið. 21:11
Áhugasamir geta haft samband vilji þeir taka þátt í stefnugerð gegnum vefinn.