Fundarfólk: Birgir Smári, Bjartur Thorlacius, Helga Kjartansdóttir (fundarstjóri), Sólveig Alda (ritari), Kristinn Már, Hjalti Hrafn, Hulda Björg, Arnold Nieuwboer, Guðmundur D., Björn Þorsteins.

1. Fundir í aðdraganda kosninga
Reykjavíkurborg neitaði umsókn okkar um húsnæði vegna fundaraðarinnar. Dóra Ísleifs er að leita að húsnæði.
Nú eru um 20 framboð í boði, um 14 komin með listabókstaf.
Við eigum eftir að finna útúr hvernig slíkum fundum verður háttað því þetta eru ansi mörg framboð og skipulag fundar skiptir máli og það þarf að leyfa öllum að koma að.

2. Nýtt hagkerfi – ályktun
Kristinn Már las upp drög að ályktun sem var gerð í málefnahópi um Nýtt hagkerfi. Smávægilegar breytingar voru gerðar og ályktunin samþykkt sem slík.

3. Málefni hælisleitenda
Hjalti Hrafn segir frá: Ályktun var samþykkt en hún var skrifuð af fundarmönnum í þeim málefnahópi. Þar á meðal var fjöldi hælisleitenda.
Hjalti sendi hana inn sem umsögn við nýtt frumvarp um málefni hælisleitenda. Það er ekki við neinu að búast eins og er vegna ástands í pólitík þessa dagana.
Rætt um ályktun varðandi þessi mál og hvatningu um að hælisleitendur fái aðgang að stéttarfélögum og fái réttindi líkt og aðrir. Aðstoð við atvinnuleit er líka ofarlega á lista.
Hjalti talaði við lögfræðinga hjá Eflingu og ASÍ.
Kastljós hefur sýnt þessu málefni áhuga og því þarf að fylgja eftir.

4. Staðan í málefna- og aðgerðahópum

Lýðræðislegt hagkerfi:
Þingsályktunartillagan er sofnuð enda allt í upplausn á þingi. Einhver fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að senda inn umsögn um tillöguna en spurning um heimtur.
Hjalti stakk upp á að horfa á starfið í hópnum og hrista það upp. Snúa á hvolf og finna upp á nýtt.
Fá t.d. fyrirtæki sem vilja vera co-op til að vera með og koma á hreyfingu.

Menntahópur:
Á von á aurum frá skólum sem hafa fengið þróunarstyrki vegna fyrirlestra.
Stefna hópsins hefur verið mótuð. Birgir Smári las upp stefnuna.
Hún var samþykkt af fundarmönnum.

Alvöru lýðræði:
Hafa hitt fulltrúa flokka Bjartrar framtíðar, Dögunar og Pírata. Framsóknarflokkur vildi ekki hitta okkur.
Næsta verkefni er Real Democracy Now. Þarf að setja það á tíma.

Styttri vinnuvika:
Guðmundur hefur verið í sambandi við stéttarfélög og reynt að fá þau til að tala saman. Átta félög hafa samþykkt að vinna saman að málefnum er varða styttri vinnuviku. Nú er færi til að koma einhverjum breytingum í gegn. En áhuginn virðist vera lítill á borði en meiri í orði. Og orðræðan snýst um að hækka þurfi laun. Alda telur forgangsröðunina vera ranga.
Guðmundur heldur áfram vinnunni.
Starfsgreinasambandið hélt fund um málefnið með plagg undir höndum frá Guðmundi í byrjun mars. Ekkert heyrst frá þeim.

Sjálfbærni:
Er á dagskrá. Margir skráð sig í félagið vegna sjálfbærnistefnu.

Þjóðfundarhópur:
Ágústa Stefánsdóttir, félagsmaður í Öldu, hefur séð um þann hóp ásamt Sólveigu Öldu. Haldnir þrír fundir. Við munum setja þann hóp á frest því það fólk sem vill nýjan þjóðfund er upptekið í pólitíkinni eins og er.

5. Fjármál
Umsókn um kennitölu fyrir fyrirtækjaskrá er í kerfinu. Bíðum eftir svari. Og þurfum þá að velja banka. Umræður um banka. Skásti kostur: Sparisjóður Suður-Þingeyinga verður fyrir valinu. Forstjórinn þar hefur áhuga á samfélagsbanka og hefur sýnt slíkum samfélagslegum ábyrgum batteríum áhuga.

6. Húsnæði
Erum komin með bréf eða ákall eða stefnu til að birta vegna þessa. Þarf að fylgja því eftir.
Tala þarf við forsvarsmenn Borgarinnar og þá sem við teljum að geti aðstoðað. Þetta er mikilvægt mál ekki bara fyrir Öldu heldur alla grasrótarhópa.

7. Önnur mál.
– Guðmundur D.: Hann og Dóra hafa aðeins breytt heimasíðunni. Breytt litum svo hún ætti að vera læsilegri. Sem er vel. Hún er núna blágræn. En skiptir litum.

– Ásta Hafberg, stjórnarmaður, hefur óskað eftir að fá tímabundið leyfi frá störfum stjórnar. Tímabilið nær framyfir kosningar. Hún hefur tekið við stöðu kosningastjóra Dögunar og mun starfa þar. Stjórnin þakkar henni fyrir starfið og óskar henni góðs gengis.

– Full Fact. Fór á fullt fyrir utan Öldu. Drög að heimasíðu komin og umsjónarmenn komnir á stjá.

Fundi slitið seint.