Fundur var settur kl. 20:10

Fundinn sátu: Birgir Smári Ársælsson, Arnold Niewboer og Benedikt Stefánsson

Fundargerð ritaði: Birgir Smári

Í upphafi fundar voru aðeins Birgir og Arnold og ákváðu þeir að halda fund að ræða um starf hópsins hingað til. Fljótlega bættist Benedikt í hópinn. Benedikt hafði ekki komið áður á fundi og var því tekinn tími í að kynna Öldu fyrir honum. Út frá því fóru umræður vítt og breytt um starfið áður en þær snérust aftur að menntakerfinu. Ákveðið var að fresta umræðu um komandi verkefni þar til á næsta fundi.

Fundi var slitið kl. 21:55.

Næsti fundur verðu auglýstur á vefnum eða á fésinu.