Það kom upp frábær hugmynd á stjórnarfundi á mánudaginn:  Af hverju ekki að veita börnum og ungmennum tækifæri til að hafa áhrif á málefni sem varða þeirra hagsmuni með lýðræðislegum þáttökuferlum? Haldinn verður fundur málefnahóps um lýðræðislegt menntakerfi fimmtudaginn, á fundinum verður rætt um, möguleikann á að sækja um styrk og samvinnu við sveitarfélög í þróun álvöru ungmennalýðræðis.

 

Fundurinn verður fimmtudaginn 22. Ágúst  kl 20:00 í fundarherbergi á Grensásvegi 16a og er eins og allir fundir Öldu opinn öllum.