Aðalfundur Öldu verður haldinn laugardaginn 5. október 2013 og hefst hann kl. 17.00. Fundarstaður er að Hellusundi 3. Allir velkomnir.

Vert er að vekja sérstaklega athygli á að í stjórn eru kjörnir sjö manns og tveir slembivaldir eftir aðalfundinn. Allir félagsmenn eru með í slembivalinu, nema að þeir óski þess sérstaklega að segja sig frá því (með því að senda póst þess efnis með nafni og kennitölu á solald@gmail.com).

Dagskrá fundar er skv. lögum félagsins

  1. Kosning fundarstjóra
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Framlagning reikninga
  4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
  5. Lagabreytingar
  6. Umræður og afgreiðsla ályktunar félagsins og samþykkt áherslna í starfsemi félagsins á milli aðalfunda.
  7. Kosning stjórnar
  8. Önnur mál.

Minnum á að lagabreytingartillögur þurfa að berast a.m.k. fimm dögum fyrir aðalfund skv. lögum félagsins.

Allir sem hafa áhuga eru hvattir til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Samkvæmt lögunum þarf að skila inn framboði a.mk. fimm dögum fyrir aðalfund. Framboð skulu send á solald@gmail.com og innihalda nafn og kennitölu auk upplýsinga til kynningar á alda.is.

Einnig hvetjum við þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfinu til þess að skrá sig í félagið. Kjörskrá á aðalfundi skal miðast við félagatal félagsins eins og það var þegar gengið er til kosninga.