stjórn Öldu er nú fullmönnuð að loknum aðalfundi og slembivali. Efstar í slembivalinu  voru þær Þórunn Eymundardóttir og Andrea Ólafsdóttir og hafa þær báðar samþykkt að taka sæti í stjórn á komandi vetri.

Fyrsta verk nýrrar stjórnar er að skipuleggja starfið framundan og því er boðað til fundar um starfið í vetur. Rætt verður um verkefni og málefnahópa og verkum skipt á milli stjórnarmanna og annarra sem áhuga hafa á því að láta til sín taka. Minnum á að allir félagsmenn geta stofnað málefnahópa og tekið virkan þátt í starfinu.

Þá er gleðilegt að segja frá því að Alda er komin með fast húsnæði í vetur að Barónstíg 3 og verða allir fundir á miðvikudögum. Fundurinn um starfið í vetur verður því að Barónstíg 3 og hefst kl. 20.

Allir velkomnir, sjáumst.