Stjórnarfundur var haldinn þann 8. janúar 2014. Mætt voru: Björn Þorsteinsson, Hjalti Hrafn (er stýrði fundi), Hulda Björg, Júlíus Valdimarsson, Sólveig Alda og Kristinn Már (er ritaði fundargerð)

1. Verkefni á döfinni

Haldinn verður fundur í sjálfbærnihóp í næstu viku en þar er nokkur vinna hafinn og góður andi í hópnum. Unnið verður áfram með þá stefnu sem mörkuð hefur verið. Áhugasamir eru hvattir til að taka þátt.

Í málefnahópi um lýðræði á sviði stjórnmálanna er fyrirhugað að halda a.m.k. tvo kynningarfundi fyrir sumar um lýðræðisleg ferli sem reynst hafa vel (Oregon CIR og Australia Citizen Parliament). Þá verður lögð áhersla á að ræða við stjórnmálaflokka í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og benda þeim á mikilvægi þess að dýpka lýðræði og sjálfbærni. Félagið hefur verið í sambandi við félag stjórnmálafræðinga varðandi opinn fund um prófkjör stjórnmálaflokka.

Fyrirhugað er að halda fund um skilyrðislausa grunnframfærslu þann 22. janúar næstkomandi og framhalda vinnu um þá hugmynd; sem m.a. verður kosið um í Sviss á næstunni.

Stefnt er að fundi í hópi um málefni hælisleitenda á næstunni og áfram unnið með tillögur félagsins í þeim efnum sem því miður hafa ekki enn komið til framkvæmda.

Reynt verður að halda kynningarfund um duldan rasisma í kennsluefni á misserinu.

2. Erlendar heimsóknir

Félagið tekur reglulega á móti heimsóknum frá félögum sem deila markmiðum Öldu erlendis. Nú nýlega frá Póllandi og væntanleg heimsókn frá Eistlandi síðar í janúar.

3. Greinaskrif

Sólveig Alda er með grein í bæjarblöðum á höfuðborgarsvæðinu um lýðræði í vinnunni. Stjórnar- og félagsmenn voru hvattir til að skrifa opinberlega um lýðræði og sjálfbærni á opinberum vettvangi.

4. Önnur mál

Félagið er að ljúka við stofnun bankareiknings.

Stjórnarmenn ákváðu að skipta með sér kostnaði vegna leigu á húsnæði fyrir félagið fram á sumar.

Stefnt er að því að hitta forsvarsmenn á RÚV og hlutaðeigandi til að fylgja eftir ályktunum og tillögum félagsins um lýðræðisvæðingu fjölmiðilsins.

Fundi slitið rétt fyrir 22.