Það verður fundur í málefnahópi Öldu um skilyrðislausa grunnframfærslu á miðvkudag 10. september kl 20:00.

Fundurinn er haldinn í Múltí Kúltí að Barónsstíg 3.

Á dagskrá fundarins er að fara yfir mögulega þingsályktunartillögu frá pírötum og koma með tillögur og efni sem gæti gagnast í greinagerð fyrir tillöguna.

Allir fundir Öldu eru opnir og allir eru velkomnir. Fundir eru tilvalinn staður til að fræðast um málefni, hitta fólk, tala saman og leggja eitthvað af mörkum.