Alda – félag um sjálfbærni og lýðræði

Stjórnarfundur 3. september

fundur settur kl: 20:00

Mæting: Hjalti Hrafn, Gústav Adolf, Hulda

Ritari: Hjalti

Farið var yfir hópastarfið á seinasta ári og rætt um hvaða hópa við viljum einbeita okkur að á þessu ári. Ákveðið var að einblína á sjálfbærni hóp og skilyrðislausa grunnframfærslu.

Stefnt er á fund um skilyrðislausa grunnframfræslu 10. september. Verkefni þess fundar er að fara yfir drög að þingsályktunartillögu Halldóru pírata um skilyrðislausa grunnframfærslu og senda henni tillögur. Hjalti ætlar að senda fundarboð á gamla grunnframfærslu hópinn og vera í sambandi við Halldóru.

Miðvikudaginn 17. september er stefnt á fund í sjálfbærni hóp. Markmiðið er að koma andkapítalískri greiningu á umhverfismál inn í deigluna á Íslandi. Gústav ætlar að hafa samband við Grugg hópinn. Hjalti ætlar að hafa samband við Sólveigu Öldu og fá hjá henni póstlistann hjá sjálfbærni hópnum í fyrra.

Stefnt er á aðalfund 1. október. Hjalti sér um að boða fundinn og undirbúa ársskýrslu.

Fundi slitið kl 21:15