Aðalfundur Öldu var endurtekinn vegna mistaka við boðun aðalfundar 1. október.

Fundur settur kl 20:10

Mæting: Andrea, Hulda, Einar, Júlíus, Hjalti

Fundarstjóri: Hulda

Ritari:Hjalti

Andrea les skýrslu stjórnar.

Hjalti leggur fram reikninga:

Peningar inn:

45.000 kr – Leikskólinn Garðaborg, greiðsla fyrir ráðgjöf í þróunnarverkefni um lýðræði í leikskóla.

40.000 kr – RÚV greiðsla fyrir útvarpserindi 1. maí.

20.000 kr – Menntavísindasvið Háskóla Íslands, greiðsla fyrir fyrirlestur.

15.000 kr – Reykjavíkurborg, greiðsla fyrir fyrirlestur á Leikskóladögum.

Samtals: 120.000 kr.

Útgjöld:

Leiga: 5×12.000 kr.

Samtals: 60.000 kr.

Staða: 60.000 kr.

Lagabreytingar: Engar lagabreytingatillögur voru lagðar fram

Kjörnefnd: Andrea, Hjalti, Hulda buðu sig fram í kjörnefnd og sáu um slembival að loknum aðalfundinum. Andrea ætlar að hafa samband við þá slembivöldu.

Kosning stjórnar: Sjö framboð voru í stjórn og var hún því sjálfkjörin. Í stjórn sitja: Andrea, Sólveig, Hulda, Guðmundur, Gústav, Björn og Hjalti

Önnur mál:

Rætt var um hvernig slembival í stjórn fer fram. Ákveðið var að nota random number generator af netinu til að velja af númeruðum félagatals lista. Einnig voru rædd framtíðarmarkmið og hugmyndir til dæmis að halda þjóðfund. Vinna að slembivöldu Alþingi eða slembivelja Skugga Alþingi. Einnig var rætt hvernig hægt sé að auka þáttöku í málefnavinnu og öðru starfi. Upp kom sú hugmynd að slembival í hópa til þess að ýta aðeins við fólki. Einnig væri mögulegt að tengja verkefni öldu meira málefnum líðandi stundar. Það kom sterkt fram í þessari umræðu mikilvægi vandaðra vinnubragða og að ekki megi gefa eftir þá kröfu til að fá fleiri inn í starfið.

Fundi slitið 21:00

Eftir fundinn sat kjörnefnd (og reyndar allir fundarmenn) áfram og slembivaldi tvo fulltrúa í stjórn. Einn fulltrúi var valinn af lista kvenkyns meðlima í Öldu til að jafna kynjahlutföll í stjórninni. Hinn fulltrúinn var valinn af lista allra meðlima, karlkyns og kvenkyns. Nöfn þeirra fulltrúa verða birt eftir að búið er að hafa samband við þá.