Skýrsla stjórnar 2013-2014

Sjö af níu stjórnarmönnum voru sjálfkjörnir á aðalfundi: Guðmundur D. Haraldsson, Björn Þorsteinsson, Ásta Hafberg, Sólveig Alda Halldórsdóttir, Kristinn Már Ársælsson, Hjalti Hrafn Hafþórsson og Hulda Björg Sigurðardóttir. Tveir stjórnarmenn voru slembivaldir, Þórunn Eymundardóttir og Andrea Ólafsdóttir.

Fráfarandi stjórnarmönnum eru sérstakar þakkir færðar.

Stjórnarfundir voru haldnir reglulega einu sinni í mánuði. Þess á milli funduðu málefnahópar og ávalt var boðað til funda á heimasíðunni alda.is. Lítil starfsemi er í félaginu á sumrin en mest virkni yfir vetrarmánuðina.

Menntakerfið

Hjalti Hrafn Hafþórsson hélt 2 erindi um lýðræði innan menntakerfisinsí Ráðhúsi Reykjavíkur á leikskóladögum og í Leikskóla Seltjarnaness.

Hópstjóri var Hjalti Hrafn Hafþórsson.

Sjálfbærni

Fundur 16. Nóv. 2013.

Fundur 17. Sept 2014

Alda hélt sáningardag í samvinnu við Miðgarð – Borgarbýli í þeim tilgangi að skapa sjálfbært samfélag innan Borgarinnar

Hópstjórar voru Sólveig Alda og Þórunn Eymundardóttir

Flóttafólk og hælisleitendur

Hópstjóri var Hjalti Hrafn Hafþórsson

Alvöru lýðræði og stjórnmálasviðið

Funargerð 30. okt. 2013

Félagið tók að sér að veita ráðgjöf um rafræna atkvæðagreiðslu að beiðni Björn Leví.

Í byrjun desember sendi félagið frá sér ályktun vegna fjöldauppsagna og niðurskurðar á RÚV.  Þar var þess krafist að stofnunin yrði lýðræðisvædd, eitt atkvæði á mann, og henni tryggðar forsendur til að sinna lýðræðislegri skyldu sinni.

Kristinn Már var með kynningu á lýðræðislegum valkostum á sveitarstjórnarstiginu í Garði í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna vorið 2014. Fundurinn var boðaður af hálfu allra framboða í sveitarfélaginu undanskildu einu. Fundurinn var fyrir fullu húsi og voru líflegar umræður um möguleg skref í lýðræðismálum sveitarfélagins.

Björn Þorsteinsson og Kristinn Már fóru á fund með aðstoðarmönnum félags- og húsnæðismálaráðherra að beiðni ráðuneytisins til að ræða mögulega aðkomu almennings að stefnumótun og ákvarðanatöku hvað varðar málefni þess. Á fundinum kynntu þeir hugmyndir félagsins, sérstaklega hvað varðar slembivalsferli og íbúakviðdóma, en einnig almennt og hugsanlegar leiðir í því að auka aðkomu almennings að stefnumótandi ákvarðanatöku á sviði framkvæmdarvaldsins.

Kristinn Már var með kynningu á lýðræðislegum umbótaferlum á flokksráðsfundi Vinstri-Grænna að beiðni flokksins um stefnumál til framtíðar. Þar kynnti hann helstu hugmyndir félagsins hvað varðar þátttökulýðræði en einnig tillögu félagsins að lýðræðislegri skipan stjórnmálaflokks. Fundurinn var afar vel sóttur og sköpuðust góðar umræður í kjölfarið.

Hópstjórar Björn Þorsteinsson og Kristinn Már

Stytting vinnutíma og skilyrðislaus grunnframfærsla

Guðmundur hélt utan um viðræður við verkalýðsfélög um styttingu vinnutíma.

Fundargerð – skilyrðislaus grunnframfærsla 10. Sept. 2014

Guðmundur D. Haraldsson skrifaði greinar fyrir Reykjavík Vikublað.

Mars 2014: (http://fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2014/03/Reykjavik-10-2014.pdf, bls. 4.
Júní 2014 http://fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2014/06/Reykjavik-22-2014.pdf bls. 12.
Kópavogsblaðið http://fotspor.is/wordpress/wp-content/uploads/2014/08/Kopavogur-15-2014-2908.pdfbls 4.

Fulltrúar Öldu hafa unnið að tillögum til alþingismanna í aðdraganda þess að lögð verður fram þingsályktunartillaga um skilyrðislausa framfærslu á Alþingi í október 2014.

Hópstjóri var Guðmundur D. Haraldsson

Önnur verkefni

Alda fékk nýtt húsnæði að Baronstíg 3 í Múltíkúltí.

Stjórnarmenn í Öldu þau Björn Þorsteinsson og Sólveig Alda Halldórsdóttir héldu erindi um lýðræði í Hannesarholti 21. Okt. 2013.

Alda og Landvernd héldu málþing til heiðurs Harðar Bergmann 9. nóvember 2013

Alda hélt námskeiði um sameiginleg markmið grasrótarhópa í samvinnu við Public Interest Research Centre (PIRC)

Ályktanir

Ályktun um kosningar og mannréttindi

Ályktun um Ríkisútvarpið

Fjölmiðlar

Hjalti Hrafn flutti erindi í tilefni dagsins á 1. maí um samvinnufélög og lýðræðisleg fyrirtæki.

Fulltrúar Öldu komu fram í sjónvarps- og útvarpsþáttum á stjórnarárinu.

Blaðagreinar

Andrea Ólafs, stjórnarmaður í Öldu, skrifaði grein í Kvennablaðið um lýðræði.

Andrea Ólafs og Kristinn Már skrifuðu grein sem birtist bæði í Reykjavíkurblaðinu og Kvennablaðinu um lýðræðsvæðingu RÚV

Sólveig Alda, stjórnarmaður í Öldu, skrifaði grein sem birtist í Reykjavíkurblaðinu og Hafnarfjarðar- og Garðabæjarblaðinu

Félagsmenn

Félagið heldur áfram að stækka hvað fjölda félagsmanna varðar. Á síðasta ári fjölgaði félagsmönnum um 50% og fjölgaði þeim aftur á þessu ári um tuttugu og tvo. Félagsmenn eru nú að nálgast þrjú hundruð talsins.

Framtíðin

Óhætt er að fullyrða að Alda hafi vakið áhuga almennings og fjölmiðla á málefnum þess og tekist að skapa farveg fyrir umræðu á opinberum vettvangi. Félagið verðurfjögurra ára þann 20. nóvember. Ljóst er að þörf var á Öldu og að sú þörf fari síst minnkandi.

Andrea Ólafsdóttir tók saman