Stjórnarfundur verður haldinn venju samkvæmt fyrsta miðvikudag mánaðarins, 5. nóvember. Fundurinn verður haldinn í Múltíkúltí Barónsstíg 3 og hefst stundvíslega kl 20:00 eða þegar kaffið er tilbúið.

Eins og alltaf eru allir velkomnir. Stjórnarfundir eru bara opnir félagafundir þar sem stjórnin er í rauninni aukaatriði. Félagar Öldu og í rauninni allir sem vilja taka þátt geta mætt á fund og tekið þátt.

Dagskrá:

  • Fyrsti fundur nýrrar stjórnar. Stefna vetrarins.
  • Mótmælin á Austurvelli á mánudag. Hvar stendur Alda?
  • Ráðstefna í Slóveníu. Fréttir frá fulltrúa Öldu.