Fundur hófst kl. 21:05
Björn Reynir stjórnar fundi.   Dóra Ísleifsdóttir ritar.
Mættir: Björn Reynir Halldórsson, Helga Kjartansdóttir, Hjalti Þór Hafþórsson, Elínborg Önundardóttir (Andrými), Guðmundur D. Haraldsson (á Skype), Kristinn Már Ársælsson mætti í upphafi fundar en hvarf snemma af fundi (á Skype), Jamie McCulkin (Andrými, No Borders ofl.), Dóra Ísleifsdóttir, Lárus Ýmir Óskarsson (Mauraþúfa, Þjóðfundur ofl.), Harpa Stefánsdóttir, Bjarni Snæbjörn Jónsson (ráðgjafi, Mauraþúfa, Þjóðfundur ofl.)

Fyrsta mál:
I can change Europe; Call to action: Occupy Europe — spurt og svarað Lárus Ýmir og Bjarni Snæbjörn segja frá. Stofnfundur var í Berlín fyrir um mánuði og þar var rætt hvort hægt væri að mobilisera fólk til að bregðast við Brexit og öðrum blikum á lofti í Evrópu (fulltrúar voru frá Þýskalandi, Belgíu, Hollandi, Austurríki, Spáni, Frakklandi, Bretlandi ofl. löndum). Í ljós kom samhugur og að í farvatninu voru ýmis átaksverkefni um áframhaldandi samhug og samstöðu í Evrópu. Nú standa yfir fundir víða um Evrópu (sambærilegir þessum) og hugmynd er uppi um að halda eins konar stórum kick off fundi til að koma á fót samstarfi og átaksverkefnum. Megin áhersla er á þá sameiginlegu skoðun sem í ljós kom um að Evrópa eigi, öfugt við sum önnur heimssvæði, ekki að vera í hugmyndafræðilegri krísu. Bjarni lýsir þessu á þann veg að um viðbragð við ástandi sé að ræða og vilja til að kanna jarðveg fyrir víðtæku samstarfi. Væntingar eru um að með samstarfinu skapist vettvangur fyrir fólk til að taka ábyrgð á velferð og framtíð Evrópu. Rætt var um og talið opið fyrir að samstarfið nái, e.t.v. eðlilega, yfir allt Evrópska efnahagssvæðið.
      Lárus Ýmir lýsir því hvernig stefnt er að, í samstarfinu, að skapa s.s. vettvang fyrir almenning til að koma saman til að leggja línur um framtíðarsamstarf og væntingar til Evrópu og að í hverju landi séu myndaðir hópar um samtal og samstarf t.d. í gegnum félag eins og Öldu, sem gæti þjónað sem grunnur og utanumhaldari um samstarfið á Íslandi. Fólk úr hópnum myndi síðan taka þátt í hinu stærra samstarfi og mæta á stærri fundi o.s.frv.
      Bjarni segir frá því að fyrsta verkefni sé að senda út tvær spurningar og vinna úr þeim. Að um sé að ræða „emergent“ samstarf og umræðu. Eins að hugmyndir hafi verið uppi um að halda sameiginlegan fund eftir það til að vekja athygli á samstarfinu, I can change Europe, og móta framhaldið.
      Lárus vill leggja áherslu á að byrjað sé á að leggja saman í hugmyndir héðan, og að skoða hvort til séu evrópsk grunngildi sem síðan megi veita inn í hið stærra samstarf, þ.e. ef fólk hafi vilja til, og Ísland geti losað sig út úr þráhyggjukenndri umræðu um Evrópusamstarf.
       Bjarni og Lárus svara spurningum um það hvaða fólk sé þegar komið að samstarfinu og segja að um sé að ræða fólk sem hefur reynslu og þekkingu af Evrópusamstarfi á stjórnsýslu level en líka fjöldi grasrótarsamtaka — fyrst náðust tengsl í gegnum Build Bridges, not Walls.
       Bjarni og Lárus leggja til að hugmyndin sé boðin opið fram og þróuð áfram í samstafi við Öldu. Helga spyr hvort um sé að ræða blöndu af endurreisn á Evrópusambandinu og Occupy hreyfingunni í USA. Bjarni svarar því að tilfinning aðila sé að núverandi fyrirkomulag um samstarf sé að ganga sér til húðar og að áhugi sé á að skoða hvort mögulegt sé að komast til að virkja fólk gegn andstöðu og hræðslu — Björn Reynir leggur fram orðalagið European Union from Below / B.S. túlkar í Bottom up European Union.
      Björn Reynir telur augljóst að þurfi að veita Evrópusambandinu og stjórnsýslu þess aðhald en að jafnframt gangi ekki að gefa Evrópusamstarfið upp á bátinn eða gefa það þeim (popúlísku hópum og öflum) sem nú eru í andófi og hræðsluáróðri eða –viðbrögðum.
      Hjalti segir það narrative stuða sig að Evrópa sé sjálfsagt eða „eðlilegt“ svæði til afmörkunar og eða samstarfs, og hvaða afleiðingar það „identity“ loki á önnur möguleg „narrative“ eða eyðileggi þetta en loki jafnframt fyrir skoðun á fólki og „narrativum“ frá öðrum svæðum í heiminum. Nauðsyn sé á að endurhugsa með heiminn allan undir.
      Bjarni svarar því til að ekki sé fyrirfram ákveðið eða markmið að viðhalda Evrópu sem afmörkuðu menningarsvæði, heldur geti aðrir möguleikar orðið ofan á. Sátt er um að þurfi að skoða málin í stærra samhengi. Lárus leggur áherslu á að umræða um samstarf þurfi bara að byrja einhversstaðar og slíkt þýði ekki að ábyrgð. „Identitet“ séu í lagi og þýði ekki að önnur slík séu útilokuð. Umræða eitthvað hélt áfram á þessum nótum. Niðurstaða, til að byrja með, er að þátttaka feli ekki í sér, á þessu stigi, annað en þátttöku í samtali sem sé útvíkkandi (Bjarni Snæbjörn) og að um sé að ræða hlutmengi í miklu miklu stærra dæmi.         Ritari lætur hér við sitja í ritun umræðunnar — en mun bæta stjórnarmönnum í FB hóp I can change Europe, og í framhaldinu kynnt sér fyrirhugaðan vef hópsins. Stjórn Öldu setur sér að kynna sér málið og félagsskapinn betur og setja fram tillögu um þátttöku og/eða fyrirkomulag þess ef vill á næsta stjórnarfundi.

Annað mál: Húsnæðismál — Elínborg og Jamie hafa framsögu um það sem Andrými (Radical Social Space) hefur að markmiði varðandi húsnæði fyrir grasrótar- og samfélagshópa. Andrými hefur yfir að ráða húsnæði að Klapparstíg 19 sem hefur verið opið til afnota fyrir þá sem vilja eða þurfa. Nú stendur til að leita að húsnæði til frambúðar og Andrými vill reka húsnæðið áfram og að um sé að ræða húsnæði sem sé öllum opið og tiltækt með engum fyrirvara alltaf og því í stöðugum rekstri. Elínborg, Jamie ofl. nefna til sögunnar ýmsar mögulegar en smærri fundaraðstöður en hvað þær varðar gengur ekki ennþá að opna rýmin eða skipuleggja samstafið víðtækt. Harpa býður Friðarhúsið fram til notkunar fyrir Andrýmisfólk. Jamie lýsir hug til að nýtt húsnæði sé opið alla daga og í hverju sé hátt þjónustustig og því að til þurfi að koma fjármögnun o.s.frv. Hann nefnir að erlendir ferðamenn leiti gjarnan að svona húsi og telji nokkuð víst að það sé til staðar. Elínborg segir frá áformum Andrýmis um að finna fullnægjandi húsnæði. Björn Reynir tekur undir að Alda hafi hug á að gera slíkt hið sama og að áhugi sé fyrir víðtæku samstarfi. Hugmyndahús háskólanna er dæmi um draumahúsnæði og rekstur að mati Björns Reynis. Elínborg has been in touch with Elín Oddný, varaborgarfulltrúa VG og forstöðumaður mannréttindaráðs Reykjavíkur, Ilmur Kristjánsdóttir hjá Velferðaráði, Pétur (aðstoðarmaður borgarstjóra?). Elín Oddný has agreed to a meeting at Klapparstígur with Andrými — the house Andrými has asked for is at Suðurgata 10 (where Róttæki sumarháskólinn operated). Elínborg and Jamie have assessed the space and deemed it perfect.

Dóra leggur til að nota póstlista Öldu fyrir Andrými til að óska eftir smá-framlögum (eða stórum) með hópfjármögnun frá Öldu félögum, að fulltrúi frá Öldu verði með á fundi með Elínu Oddnýu. Jamie ítrekar að breið samstaða auki líkur á góðum móttökum og pólitískum stuðningi. Samstaða er um og sátt að þannig megi styðja verulega við starf grasrótarhópa. Suðurgata 10 er 300 fermetrar. Andrými hefur óskað eftir því húsnæði og er s.s. að vinna að hópfjármögnun og sækja um styrki.
       Björn Reynir leggur til að greitt sé atkvæði um þátttöku Öldu. Tillagan er samþykkt með öllum atkvæðum.
Öldufélögum er boðið á fundi Andrýmis sem eru haldnir á þriðjudögum aðra hvora viku (síðasti fundur var í gærkvöld, þriðjudaginn 14. febrúar).
Fundir Andrýmis eru haldnir á Klapparstíg 19 að sinni.

Björn Reynir býður sig fram til að taka við af Dóru sem tengiliður við Andrými (Dóra er á leið úr landi). Jamie fær tölvupóstfangs Björns og mun senda aðgang og upplýsingar.

Jamie mun skrifa tillögu að auglýsingu og senda Öldu. Hún verður tekin fyrir á næsta stjórnarfundi og send á póstlistann ef fundur samþykkir.

Þriðja mál: Næst í starfsemi Öldu: Hjalti Þór Hafþórsson býðst til að vera prófkúruhafi áfram þar sem Björn Þorsteinsson, stjórnarmaður hefur beðist undan því eftir að hafa tekið það að sér áður. Guðmundur D. setur fram spurninguna um hvaða verkþætti hver stjórnarmanna og viðstaddra vill og getur tekið að sér á næstu 12 mánuðum. Dóra leggur til að þeirri umræðu sé frestað fram að næsta fundi. Tillagan er samþykkt einróma. Stjórnarmenn munu punkta tillögur að sínu framlagi fyrir næsta fund og leggja fyrir fundinn.

Fundi lýkur með áframhaldi frjálsu flæði hugmynda og umræðu um húsnæðismál.
Fundi slitið kl. 22:25.