Stjórnarfundur Öldunnar 6. apríl 2017 settur kl. 20:20.

Mættir: Björn Reynir, Ásta Hafberg, Guðmundur

 

1. Rætt var um að leita fjármagns til að hafa starfsmann í vinnu, og fjárrmögnunin yrði með frjálsum framlögum. Guðmundur leggur málið fram formlega.

Óformlegar viðræður hafa átt sér stað og allir hafa sýnt þessu áhuga.

Rætt var um að það þarf að passa starfshlutfall miðað við peninga til afnota.

Ef á að breyta samfélagi þá dugar ekki bara að vera með stjórnmálaflokka, þarf líka að vera hugmyndaafl og gagnrýni sem kemur viðmiðum og samfélagssýn á framfæri.

Tillaga frá Birni um að stjórn Öldunnar feli Guðmundi að ræða við mögulega stuðningsaðila.

 

2. Almenn starfsemi félagsins
Guðmundur ætlar að halda áfram með vinnutíma mál. Björn tekur borgararéttindi, og ætlar að koma upp umræðuhópi.

Björn kemur með tillögu um að þegar næsti aðalfundur verði haldin að þá verði líka haldið málþing til að draga fólk að. Gera manifesto um hvað Aldan stendur fyrir í stuttu máli. 7.október sett fram sem dagsetning. Fundurinn lagði blessun sína yfir þessa hugmynd.

Björn óskar eftir umboði stjórnar til að hafa samband við Róttæka Sumarháskólann og halda fyrirlestur. Samþykkt.

Komið var inn á húsnæðismál. Leit stendur enn yfir.

Guðmundur hefur verið að taka vefsíðuna í gegn og ætlar að halda því áfram í rólegheitum.

Ásta kom með hugmynd um að hafa samband við vefmiðil, Stundina, Nútímann og fá að vera með örskýringarhorn Öldunnar á einhverjum miðlinum. Stuttar útskýringar á hugtökum. Ásta óskar eftir umboði stjórnar til að fara í málið. Samþykkt 🙂

 
3. Önnur mál

 

 

Engin.
Fundi slitið 21:15