Mættir: Björn Reynir Halldórsson, Guðmundur Daði Haraldsson*, Kristinn Ársælsson*

Fundur settur kl. 20:15 þann 21. júní 2017

Fjáröflun : Guðmundur: Heyrði í Pírötum, sem vilja stofna lýðræðis „Think-Tank“. Ætlar að heyra hverjar hugmyndir þeirra eru en einnig hvaðan Alda fær styrki. Píratar annars almennt jákvæðir. Guðmundur ræðir við enn frekar varðandi ábendingar um sjóði.

Rætt um hvernig Alda geti verið sýnilegri. Nýta Róttæka Sumarháskólann þar sem Aldan helur að öllum líkindum erindi. Einnig athuga Fund fólksins sem haldinn er árlega að hausti til. Senda skýrslu, skrifa greinar og fleira til að vera sýnileg. Dýpri skýrslur gagnlegri en ályktanir.

Rætt um aðalfund. Kristinn biður Sólveigu Öldu. að hlaða upp félagatal á sameiginlegt vefsvæði stjórnarinnar til að unnt sé að hafa samband við félaga. Brýnt er að nýta tímann vel frá og með erindinu á RóSu þar til aðalfundur verður haldinn.

Fundi slitið kl. 21.00

*Gegnum fjarbúnað.