Á morgun. Þann 14. ágúst hefst hin árlegi Róttæki sumarháskóli. Efni skólans er af fjölbreyttum toga í ár og er Alda með í þetta sinn og heldur erindi undir heitinu Áskoranir og tækifæri lýðræðis á 21.öld. Hvert stefnum við?  Erindið fer fram í húsnæði Múlti-Kúltí, Barónsstíg 3, sunnudaginn 20.ágúst kl. 15.30.

Í lýsingu erindisins segir:

Á nýliðnu ári runnu þær litlu vonir sem eftir voru frá því að hafist var handa við að semja nýja stjórnarskrá, endanlega út í sandinn þegar bráðabirgðaákvæði rann út. Nýja stjórnarskráin fól í sér margar spennandi umbætur, m.a. annars tillögur um að almenningur gæti lagt inn lagafrumvörp. Hins vegar stendur stjórnkerfi íslenska lýðveldis nú óhaggað enn einu sinni og skilningur ráðamanna er sá að 32 manns ráða.

Lýðræðisfélagið Alda spyr í kjölfarið: Hvað er lýðræði? Er fámenn valdaklíka endanlega búin að klófesta hugtakið og meitla það í stein þannig að lýðræðishugkatið er orðið úrelt og staðnað? Hvernig náum við því aftur og hvernig getum við þróað lýðræði svo það haldist í hendur við okkar tíma.

Farið verður yfir þróun síðustu ára og rætt verður hvernig við munum snúa henni við.

 

Nálgast má stundartöflu RóSu og allar námskeiðslýsingar  á vef skólans.

 

Ef þið hafið sérstakar hugmyndir um hvað lýðræði er og hvernig má bæta núverandi lýðræði, verið velkomin að varpa fram hugmyndum í athugasemdakerfinu hér.