Umsögn Öldu um lagabreytingatillögu um ársreikningaskrá

Alda sendi í dag umsögn í Samráðsgátt ríkisins um lagabreytingu um ársreikningaskrá, sem myndi gera það að verkum að skráin yrði opin án endurgjalds. Félagið tekur undir tillöguna, enda eykur hún gagnsæi í samfélaginu og um hag fyrirtækja. Félagið hefur áður sent inn umsögn um svipað mál, hér. Umsögnina má finna hér og lagabreytingatillöguna má…

Lesa meira

Umsögn Öldu um þingmál um skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra

Alda sendi í dag umsögn til Alþingis um lagatillögu sem myndi breyta því hvernig ráðuneytisstjórar og sendiherrar eru skipaðir, en með lagabreytingunni myndi verða meira gagnsæi um hvernig skipað yrði í slíkar stöður. Alda styður málið og eru í umsögninnni færð rök fyrir afstöðu félagsins. Umsögnina má finna hér. Lagabreytingatillöguna má finna hér.

Lesa meira

Fundarboð: Stjórnarfundur 22. janúar 2020

Stjórnarfundur í Öldu verður haldinn 22. janúar 2020 og hefst kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn að kaffihúsinu Stofunni, Vesturgötu 3, í fundarherberginu á efri hæðinni. Fundir stjórnar Öldu eru opnir öllum og allir eru velkomnir. Allir sem vilja taka þátt geta mætt á fund hjá félaginu. Dagskrá: * Aðferðir og stefna * Samfélagsbankar * Starfið…

Lesa meira