Skýrsla sem Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, og breska hugveitan Autonomy birtu nýverið um styttingu vinnuvikunnar á Íslandi hefur vakið heimsathygli. Stytting vinnuvikunnar á íslenskum vinnumarkaði er góð fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir, að mati skýrsluhöfunda, enda á nú þorri launafólks hér á landi rétt á styttingu vinnuvikunnar.
Alda hefur á undanförnum árum hvatt til styttingu vinnuvikunnar, m.a. með málþingum, skýrslugerð og samstarfi við stéttarfélög. Skýrsla Öldu og Autonomy var gefin út í júní og nefnist Going Public: Iceland´s Journey to a shorter Working Week. Í henni er fjallað um tilraunaverkefni með styttingu vinnutímans sem Reykjavíkurborg og ríkið ráku á árunum 2015 til 2019 með um 2.500 starfsmönnum. Í kjölfar þess rataði stytting vinnuvikunnar inn í kjarasamninga sem gerðir voru árið 2019-2021.
Að undanförnu hefur borið á fréttum um að stytting vinnuvikunnar hafa ekki verið innleidd sem skyldi, ekki síst hjá vaktavinnufólki hjá hinu opinbera. Rétt er að vekja athygli á að umrædd skýrsla fjallar um áðurnefnt tilraunaverkefni á árunum 2015 til 2019, en ekki framkvæmd kjarasamninga frá 2019. Þá undirstrikar stjórn Öldu að það er á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að standa við gerða samninga með því að tryggja að nægt starfsfólk sé til að sinna störfum á opinberum stofnunum, t.d. á spítölum og hjá lögreglu.
Margir af stærstu fjölmiðlum heims hafa fjallað um skýrslu Öldu og Autonomy, þ.á.m. Washington Post, BBC, Sky News og Fortune. Hér að neðan eru hlekkir á fréttir sem sagðar hafa verið af skýrslunni: