Þriðjudagskvöldið næsta verður fundur í málefnahópnum um lýðræðislegt hagkerfi. Á fundinum verður haldið áfram með vinnu við ný samvinnufélagslög.
Dagskrá er óformleg en við munum m.a. skerpa á markmiðum með setningu nýrra samvinnufélagalaga, skoða tillögur að lögum fyrir gjaldþrota fyrirtæki, spennandi sjóði, hlutabréfaskatt og útgáfur af hlutafélagasamþykktum.
Til að glöggva sig á verkefnunum má kíkja í síðustu fundargerð: http://alda.is/?p=1094
Fundurinn hefst kl. 20.30 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4.
Fundurinn er opinn öllum og allir velkomnir!