Alda – sjálfbærnihópur
Fundur 21. mars
Fundi stýrði: Kristinn Már Ársælsson
Mætt voru: Guðni, Stefán, Dóra, Kristinn Már, Hulda Björg, Reinhardt og Birgir Smári.
Dagskrá:
1. Stefna Öldu í sjálfbærnimálum
2. Alvöru grænt hagkerfi
3. Sjálfbærniþorp
4. Hönnun
5. Önnur mál
1. Drög að stefnu [fyrir stjórnmálaflokka] í sjálfbærnimálum lögð fyrir fundinn. Tillögurnar verða birtar á alda.is. Umræða varð um ESB og skuldbindingar Íslands með EES samningi. Rætt um að Ísland sé skuldbundið í gegnum EES en sæki oft um undanþágur og því gangi ESB gangi lengra og sýni meiri framsýni. Alda geti gengið lengra en hvoru tveggja — þó sé tillagan fyrir stjórnmálaflokka skrifuð með skuldbindingar gagnvart EES í huga.. Hugsanlega þyrfti að endurskoða aðild ef ganga ætti lengra en ESB.Fundarmenn telja rétt að hnykkja á fyrirliggjandi skuldbindingum.
Ákveðið var að samlesa alla tillöguna og ræða lið fyrir lið.
Markmið eru lesin fyrst. Rætt umað markmiðin séu lögð til grundvallar stefnu Öldu í málaflokknum. Alda myndi þó geta gengið mun lengra t.d. varðandi erfðabreytt matvæli og sambærilegt sem og losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið.
Umræða spannst um atvinnuvegi og grundvöll þeirra (eða skort á grundvelli) án sjálfbærni; að séu sjálfbærni sjónarmið ekki tekin til greina verði auðlindir og jarðargæði uppurin með katastrófískum afleiðingum fyrir vistkerfi og þar með atvinnugreinar. Sjálfbærni sé grundvallaratriði hvað varðar framtíðar lífskjör og sjálfsbjörg.
Fram kom að umhverfisfórnarkostnaður er sjaldan inni í kostnaðar- eða verðútreikningum; að kostnaður og áhætta komandi kynslóða er ekki metin eða virt.
Nokkur umræða varð um loftslagsbreytingar og mikilvægi þess að setja raunhæf markmið (raunhæf fyrir jörðina) um losun gróðurhúsalofttegunda og framfylgja þeim af krafti sé lífsspursmál. Einnig var endurtekið að af þeim sökum sé mikilvægt að taka umhverfiskostnað inní verðútreikninga.
Sorphirða og kostnaður við hana — fram kemur að of ódýrt sé að urða og brenna í samanburði við að farga og endurnýta / endurvinna. Grænir skattar séu leið til að sporna við þessu.
[Spurt var um ETS = Viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir.]
Rætt var um að sveitarfélög hafi of mikið vald um framkvæmdir og skipulag í heimabyggð. Tekin voru dæmi um sjónmengun og eyðileggingu á landslagi eða öðrum gæðum sem tilheyra stærri hóp (jafnvel öllum) en sveitarstjórnir hafa vald til að útdeila (Brottmokstur Ingólfsfjalls var tekið sem dæmi). Lagt er til að þess háttar mál séu tekin inn í stefnu Öldu í sjálfbærni- og umhverfismálum; að sjónmengun, skerðing á gæðum eins með eyðileggingu sé ekki á valdi smárra eininga án samráðs. Einnig þurfi að setja fram skýrar kröfur um frágang og verkferla þegar um slíkar framkvæmdir / nýtingu er að ræða með sjónarmið tilfinningalegra og fagurfræðilegra verðmæta í huga.
Ákveðið var að fella eftirfarandi út úr tilögunni: Hvalveiðum verði hætt. Talið var hæpið að fullyrða um að veiði eða sjálfbær nýting veiðistofna (hverskonar) sé skaðleg. Fundarmenn voru sammála um að ákvæðið væri tilkomið á efnahagslegum forsendum en ekki út frá umhverfissjónarmiðum eða sjálfbærnisjónarmiðum. Ekki var lagt mat á réttmæti hvalveiða að öðru leyti.
Rætt var um það hvað séu traustar vísindarannsóknir og hvernig sé unnt að skilgreina óvissu sem er til grundvallar því að hægt sé að beita varúðarreglunni. Rannsóknir séu í mörgum tilfellum (t.d. varðandi erfðabreyttar lífverur) stutt komnar og því e.t.v. rétt að ákvæðinu sé beitt og erfðabreyting bönnuð enn um stund. Eins var rætt um eðli kostunar í vísindalegum rannsóknum – ekki beri að vanmeta áhrif kostunar á niðurstöður rannsókna og á það hvað er yfirleitt rannsakað og hvað ekki.
Rammaáætlun Íslands í umhverfismálum byggist á að viðhalda hagvexti eða auka. Fundurinn taldi það rangt upplegg; stefna beri að því að minnka hagvöxt og endurmeta þær mælistikur sem er beitt til að meta lífsgæði og árangur.
Að lokum var rætt um friðlýsingar og þjóðgarða og nauðsyn þess að friðlýsingum sé fylgt eftir í verki (með fjölda starfsmanna pr. friðlýst svæði í huga sem og fé sem veitt er til varðveislu og umönnunar svæðanna). Jafnframt að skerpa þurfi á almannarétti (til umgengni um slík svæði sem og svæði í einkaeigu).
Fundarmenn voru sammála um að herða þyrfti viðurlög gegn brotum gegn umhverfinu og að úrræði skuli vera fyrir hendi þegar um brot er að ræða. Viðurlög eru nú lítil sem engin. Birt verða uppfærð drög að stefnu fyrir stjórnmálaflokka í sjálfbærnimálum á vefsvæði Öldu og þau rædd á næsta fundi sem verður boðaður fyrir páska. Rétt er að geta þess að Alda er ekki stjórnmálaflokkur og hyggst ekki verða slíkur. Tillögur að stefnu fyrir stjórnmálaflokka séu unnar fyrir hvaða flokk sem er, ókeypis.
2. Sjálfbærniþorp.
Lagt er til að halda kynningarfund eftir miðjan maí um hugmyndir fyrir sjálfbærniþorp. Fundarstjóri leggur á borðið sambærileg verkefni erlendis frá svo sem Eco-Towns, Eco-Villages og Cittaslow ofl. Rætt er um að taka erlend fyrirmyndarverkefni til umræðu á kynningarfundinum einnig. Sjálfbærniþorpið er hugmynd um að skapa „micro“ mynd af þeim möguleikum sem felast í lýðræðissamfélagi sem helst í hendur við sjálfbærnisjónarmið. Einnig er rætt um þær aðferðir sem má beita til að skapa slíkt umhverfi og hönnun og arkitektúr sem leiki þar lykilhlutverk til að skapa rými sem gerir slíkt kleift. Minnt á að margar hugmyndir Öldu sé hægt að prófa og móta í sjálfbærniþorpinu — einkum ef þorpið er hannað frá grunni með það markmið í huga. Eins að sjálfbærniþorpið sé hugmynd um atvinnuskapandi starfsemi, þátttöku lýðræði og aukið félagslíf eða samneyti og samvinnu.
Ákveðið er að skoða framhaldið á næsta fundi og fundarmenn byrji að móta hugmyndir fyrir kynningarfundinn og framkvæmd hans.
3. Hönnun
Kynnt í stuttu máli hvaða möguleikar felast í aðferðafræði hönnunar og arkitektúrs til að móta sjálfbært samfélag sem hefur umhverfissjónarmið og aukin raunveruleg lífsgæði að leiðarljósi. Þau sögðu frá verkefnum eins og t.d. „Do-self“, „Remake“, „Slow Food“, „Fearless Revolution“ ofl. Lagt er til að Alda geri drög að stefnu um hönnun sjálfbærs samfélags og að drögin verði tekin til umræðu á fundi í málefnahópnum 26. apríl. Þar verði einnig kynnt dæmi um fyrirmyndarverkefni og hugmyndir hönnuða sem undirbyggja sjálfbærni. Í framhaldi verði drögin útfærð og kynnt.
4. Önnur mál.
Engin.
Fundi slitið kl. 21:46. Næsti fundur verður boðaður fyrir Páska.