Föstudaginn 21. september heimsótti Hjalti Hrafn, stjórnameðlimur Öldu, leikskólana Brákarborg og Garðaborg. Var þetta á starfsdegi skólanna og hélt hann erindi um lýðræðislegt menntakerfi fyrir starfsfólk skólanna. Fyrirlesturinn er unninn upp úr umræðunni sem skapast hefur í málefnahópi Öldu um lýðræðislegt menntakerfi ásamt hans eigin reynslu sem starfsmaður á leikskóla.
Stefnt verður að því að halda mánaðarlega fundi í hópnum og vinna að lýðræðisstefnu Öldu í menntamálum. Fundirnir verða auglýsir á síðunni og fésinu og eru allir velkomnir að mæta og taka þátt.
Fleiri heimsóknir eru á dagskránni og hvetur Alda áhugasama að hafa samband til bóka fyrirlestra hópsins um lýðræðislegt menntakerfi.