Fundur í málefnahópi um lýðræðislegt hagkerfi, 22. maí 2011 í Hugmyndahúsinu.
Mætt voru Sólveig Alda, Björn, Helga, Margrét Pétursdóttir, Guðni Karl Harðarson og Júlíus Valdimarsson.
Sólveig Alda stýrði fundi og Björn ritaði fundargerð.
Efni fundarins var undirbúningur málþings sunnudaginn 29. maí 2011. Auk þess var rætt vítt og breitt um samvinnufélög og hliðstæður milli þeirra og lýðræðislegra fyrirtækja, einnig um samfélagsbanka og ný íslensk fyrirtæki sem starfa í anda samvinnustefnu og lýðræðis.