Það verður fundur í málefnahópi Öldu um skilyrðislausa grunnframfærslu á miðvkudag 10. september kl 20:00. Fundurinn er haldinn í Múltí Kúltí að Barónsstíg 3. Á dagskrá fundarins er að fara yfir mögulega þingsályktunartillögu frá pírötum og koma með tillögur og efni sem gæti gagnast í greinagerð fyrir tillöguna. Allir fundir Öldu eru opnir og allir…
Lesa meiraBoðað er til fundar í málefnahóp um skilyrðislausa grunnframfærslu á miðvikudaginn 12. mars kl. 20:00. Fundurinn er haldin að Barónstíg 3 (Múltí Kúltí). Allir eru velkomnir og hvattir til að mæta og taka þátt. Vonum að það verði betra veður en seinast 🙂 Dagskrá: Kynning: Hvað er skilyrðislaus grunnframfærsla (borgaralaun)? Fara yfir stöðuna…
Lesa meiraBoðað er til fundar í málefnahóp um skilyrðislausa grunnframfærslu á miðvikudaginn 19. Febrúar kl. 20:00. Fundurinn er haldin að Barónstíg 3 (Múltí Kúltí). Allir eru velkomnir og hvattir til að mæta og taka þátt. Dagskrá: Kynning: Hvað er skilyrðislaus grunnframfærsla (borgaralaun). Fara yfir stöðuna í Sviss og ESB. Möguleikar á að koma þessu málefni…
Lesa meiraStjórnarfundur í Öldu 5. júní 2013 kl. 20 á Café Haítí. Mætt voru Birgir, Guðmundur D., Björn (sem ritaði fundargerð), Hjalti, Metúsalem, Júlíus, Ásta og Ragnar. 1. Málefni hælisleitenda. Rætt um þessi mál í tilefni af brottvísun króatískra fjölskyldna úr landi. Að mati lögfróðra er sú aðgerð kolólögleg: bannað er að vísa fólki úr landi…
Lesa meiraÍ Október 2008 fóru þrír stærstu bankar landsins í greiðsluþrot og voru teknir yfir af ríkinu tímabundið. Næstu mánuði á eftir fóru fleiri bankastofnanir sömu leið. Í kjölfarið fór fram rannsókn á bankakerfinu og ýmsum stofnunum. Einnig hófst mikil umræða um hlutverk banka, um lýðræði, ójöfnuð og hlutverk ríkisins. Nú, rúmum fjórum árum síðar, hefur…
Lesa meiraÁ laugardaginn 13. apríl ætlar ALDA að hitta stjórnmálaflokka á opnum fundi og heyra hvað þeir boða til lausnar á þeim göllum í hagkerfinu sem komu berlega í ljós í hruninu og hvaða augum þeir líta á aðkallandi skort á lýðræði á sviði efnahagslífsins. Hér verður kjörið tækifæri til að ræða þær grundvallarbreytingar sem þörf…
Lesa meiraBoðað er til fundar í hópi um nýtt hagkerfi þann 4. mars næstkomandi kl. 18 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Markmið fundarins er að fara yfir þau atriði sem þarf að laga í hagkerfinu á allra næstu misserum. Farið verður yfir greinargerð þessa efnis.
Lesa meiraBoðað er til fundar í málefnahópi um lýðræðislegt hagkerfi miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20:00 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4. Fundurinn er öllum opinn og allir hvattir til að mæta. Á fundinum verður farið yfir stöðuna á þingsályktunartillögu um lýðræðisleg fyrirtæki sem er til umræðu á Alþingi og rætt verður um næstu skref og komandi verkefni…
Lesa meiraFundur settur klukkan 18. Mættir voru: Guðmundur, Krisinn, Harpa, Hjalti, Ásta, Þórarinn (ritari) og sænskur mannfræðinemi sem fylgdist með. Í samræmi við niðurstöðu fyrri fundar hafði Guðmundur tekið saman lista yfir vandamál í hagkerfinu sem þarf að lagfæra sem allra fyrst, flest vandamál sem hefði þurft að leysa strax eftir hrun. Listinn var ræddur og…
Lesa meiraÁ dögunum var haldin kjararáðstefna hjá Starfsgreinasambandinu, en sambandið nær yfir 19 stéttarfélög. Alda sendi inn á þennan fund skjal þar sem helstu röksemdir Öldu fyrir styttingu vinnudags eru tekin saman. Skjalið má finna hér.
Lesa meira