Umsögn Öldu um drög að frumvarpi að breytingum að stjórnarskránni

Alda sendi í dag til Forsætisráðuneytisins umsögn um lagafrumvarp að breytingum að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, mál nr. 124/2020 í samráðsgátt stjórnvalda. Félagið gerir ýmsar athugasemdir við frumvarpið, leggur til fjölda breytinga, leggur til ýmiss konar viðbætur við stjórnarskrána og leggur áherslu á að stjórnarskrá landsins skuli unnin af almenningi í víðtæku ferli. Frumvarpið má finna…

Lesa meira

Umsögn Öldu um þingsályktunartillögu um aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðunum

Alda sendi í dag til Alþingis umsögn um þingsályktunartillögu um lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðunum. Alda tekur undir að auka þurfi lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðunum og bendir á að fulltrúar fjármagns- og fyrirtækjaeigenda eigi ekki að eiga sæti í stjórnum lífeyrissjóða. Þingsályktunartillöguna má finna hér og umsögnina má finna hér.

Lesa meira

Umsögn Öldu um lagabreytingatillögu um erfðafjárskatt

Alda sendi í dag umsögn til Alþingis um breytingu á lögum um erfðafjárskatt. Umsögnin er jákvæð í garð þrepaskiptingar, en bent er á að þrepin þurfi að vera fleiri en frumvarpið gerir ráð fyrir. Einnig er bent á að máli skiptir hvernig erfðafjárskatturinn er reiknaður. Umsögnina má finna hér og lagafrumvarpið hér.

Lesa meira

Umsögn Öldu um lagabreytingatillögu um ársreikningaskrá

Alda sendi í dag umsögn í Samráðsgátt ríkisins um lagabreytingu um ársreikningaskrá, sem myndi gera það að verkum að skráin yrði opin án endurgjalds. Félagið tekur undir tillöguna, enda eykur hún gagnsæi í samfélaginu og um hag fyrirtækja. Félagið hefur áður sent inn umsögn um svipað mál, hér. Umsögnina má finna hér og lagabreytingatillöguna má…

Lesa meira

Umsögn Öldu um þingmál um skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra

Alda sendi í dag umsögn til Alþingis um lagatillögu sem myndi breyta því hvernig ráðuneytisstjórar og sendiherrar eru skipaðir, en með lagabreytingunni myndi verða meira gagnsæi um hvernig skipað yrði í slíkar stöður. Alda styður málið og eru í umsögninnni færð rök fyrir afstöðu félagsins. Umsögnina má finna hér. Lagabreytingatillöguna má finna hér.

Lesa meira