Sjö af níu stjórnarmönnum voru kosnir á aðalfundi: Ásta Hafberg, Björn Þorsteinsson, Guðmundur D. Haraldsson, Halldóra Ísleifsdóttir, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Kristinn Már Ársælsson og Sólveig Alda Halldórsdóttir. Tveir stjórnarmenn voru slembivaldir, Anna Rún Tryggvadóttir og Sibeso Sveinsson.

Fráfarandi stjórnarmönnum eru sérstakar þakkir færðar.

Haldnir voru 35 fundir (skv. fundargerðum á alda.is) málefnahópa og stjórnar á árinu og var mæting á fundi svipuð fyrri árum. Lítil starfsemi er í félaginu á sumrin en mest virkni yfir vetrarmánuðina.

Menntakerfið

Haldnir voru sex fundir í málefnahópi um lýðræðisvæðingu menntakerfisins. Rædd var stefna félagsins og ýmis verkefni skipulögð, m.a. um eflingu barna- og unglingalýðræðis að frumkvæði Þórgnýs Thoroddsen. Félagsmenn heimsóttu leikskóla og kynntu hugmyndir félagsins. Haldnir voru fyrirlestrar fyrir Skóla- og frístundasvið Rvk, Menntavísindasvið HÍ, Listaháskólann og leikskólana Múlaborg, Klambrar Steinahlíð og Ösp.

Félagið kom einnig að tveimur þróunarverkefnum um lýðræði á leikskólum sem ráðgjafi. Annað verkefnið á Múlaborg og hitt á Garðaborg.

Hópstjórar voru Birgir Smári Ársælsson og Hjalti Hrafn Hafþórsson.

Sjálfbærni

Félagið sendi frá sér ályktun um loftslagsbreytingar. Haldnir voru tveir fundir í málefnahópi um sjálfbærni. Samþykkt var stefna  fyrir stjórnmálaflokka um sjálfbærni og umhverfismál sem send var stjórnmálaflokkum. Þá tók félagið þátt í grænu göngunni þann 1. maí sem heppnaðist ljómandi vel.

Hópstjórar voru Ásta Hafberg og Halldóra Ísleifsdóttir.

Flóttafólk og hælisleitendur

Félagið hélt fimm mjög vel sótta fundi um málefni flóttafólks og hælisleitenda. Eftir góða umræðu sendi félagið frá sér ályktun um flóttafólk og hælisleitendur, þar sem krafist var tafarlausra aðgerða til að bæta núverandi ástand. Einnig var unnið að öðrum verkefnum, m.a. í samstarfi við stéttarfélög til að tryggja rétt hælisleitenda hérlendis. Þá átti félagið tvo fundi, með lögmanni ASÍ annarsvegar og formanni Starfsgreinasambandsins hinsvegar. Alda sendi einnig inn umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um útlendinga, sem var nær samhljóða ályktun félagsins.

Hópstjóri var Hjalti Hrafn Hafþórsson

Stjórnmálasviðið

Félagið sendi frá sér ályktun um Þjóðhagsstofnun þar sem lagt var til að slík stofnun horfði til annarra mælikvarða en einvörðungu hagrænna; og einnig ályktun um þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá. Málefnahópur um alvöru lýðræði hélt þrjá fundi. Félagið veitti einnig nokkrar umsagnir um þingmál:

Þá tók félagið þátt í ráðstefnu um lýðræðismál þar sem á vegum félagsins komu þær Donata Secondo, ráðgjafi hjá Participatory Budgeting Project, og Melissa Mark-Viverito, borgarfulltrúi frá New York, til að segja frá þátttökufjárhagsáætlunargerð. Þær voru einnig í viðtali í Silfri Egils.

Hópstjórar voru Björn Þorsteinsson og Kristinn Már Ársælsson

Hagkerfið

Alda lagði til að Orkuveita Reykjavíkur og Ríkisútvarpið yrðu lýðræðisvædd. Haldnir voru tveir fundi í málefnahópi um lýðræðisvæðingu hagkerfisins. Ekki tókst að koma þingsályktunartillögu félagsins um lýðræðisleg fyrirtæki í gegnum þingið á kosningavetri. Í aðdraganda kosninga hélt félagið opinn umræðufund með stjórnmálaflokkum um hagkerfið og lýðræði. Þà kynnti félagið hugmyndir um lýðræðisleg fyrirtæki í Róttæka Sumarháskólanum.

Hópstjórar voru Hjalti Hrafn Hafþórsson og Sólveig Alda Halldórsdóttir.

Stytting vinnutíma

Félagið ályktaði um styttingu vinnutíma og ársþing ASÍ. Áfram var fundað með verkalýðsfélögum til að fylgja eftir stefnu félagsins um styttingu vinnutíma. M.a. var fundað með forystu ASÍ og forsvarsmenn hvattir til dáða. Félagið sendi starfsgreinasambandinu bréf. Þá sendi félagið inn umsögn um frídagafrumvarp. Guðmundur D. Haraldsson hélt erindi á opnum fundi hjá BHM um styttingu vinnutíma.

Hópstjóri var Guðmundur D. Haraldsson

Nýtt hagkerfi

Haldnir voru þrír vel sóttir fundir í málefnahópi um nýtt hagkerfi. Tvö verkefni voru ákveðin, annars vegar tillögur um bráðaaðgerðir í efnahagsmálum (sem lokið var við) og hins vegar um ítarlegri útlistun á því hvernig megi útfæra hagkerfið með sjálfbærum og betri hætti, sem tekur mið af styttingu vinnutíma, jöfnuði og lýðræði. Vænta má þess að áfram verði unnið með það verkefni á árinu.

Hópstjórar voru Ásta Hafberg og Guðmundur D. Haraldsson

Önnur verkefni

Haldnir voru tveir fundir um nýjan þjóðfund og sú hugmynd óframkvæmd enn en nokkur áhugi fyrir vinnu í tengslum við slíkt form og einnig með niðurstöður fyrri þjóðfunda. Einn fundur var haldinn í hópi um greiningardeild og ýmsar áhugaverðar hugmyndir ræddar sem vinna má með.

Alda sendi frá sér leiðbeiningar um hvernig megi koma á starfi félagsins utan höfuðborgarsvæðisins.

Félagið tók þátt í málþingi Húmanista og á borgarafundi Dögunar.

Alda missti húsnæði sitt að Brautarholti 4 og hefur því ekki greiðan aðgang að húsnæði. Að því tilefni sendi félagið frá sér bréf um húsnæði fyrir grasrótarsamtök til allra sveitarfélaga á landinu.

Greinar sem birtust á alda.is

Fjölmiðlar

Fulltrúar Öldu voru til viðtals á öllum helstu sjónvarps- og útvarpsstöðvum landsins á árinu. Meðal annars í Silfri Egils. Þá flutti Kristinn Már pistil á Rás 1 á verkalýðsdeginum 1. maí.

Félagsmenn

Félagið heldur áfram að stækka hvað fjölda félagsmanna varðar. Á síðasta ári fjölgaði félagsmönnum um 60% og fjölgaði þeim aftur á þessu ári um rétt tæp 50%. Félagsmenn eru nú að nálgast 300 talsins. Skráning í félagið er regluleg og að jafnaði bætast nokkrir við í hverri viku.

Framtíðin

Óhætt er að fullyrða að enn sé mikill meðbyr með félaginu eins og sjá má í fjölgun félagsmanna, virkni félagsins og áhuga fjölmiðla á málefnum þess. Félagið er nú að verða þriggja ára og vænta má einhverra breytinga samhliða stækkun þess. Ljóst er að þörf var á Öldu og að sú þörf fari síst minnkandi.

Kristinn Már Ársælsson og Sólveig Alda Halldórsdóttir tóku saman.