Drög að grunnskipulagi lýðræðislegs stjórnmálaflokks.

Hvernig lýðræðislegu skipulagi stjórnmálaflokks skal háttað.

Alda; félag um lýðræði og sjálfbærni
Hópur: Lýðræði á sviði stjórnmálanna
Tillögurnar unnu: Guðmundur D. Haraldsson, Hjalti Hrafn Hafþórsson og Helga Kjartansdóttir.

Verkefnalýsing:
Teikna upp lýðræðislegt skipulag stjórnmálaflokks sem er í anda Öldu, félags um lýðræði og sjálfbærni.

Markmið:
Eins og segir í stefnu Málefnahóps um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna, þá leggur Alda til að fulltrúar á alþingi séu valdir með þremur leiðum: flokkakjöri, persónukjöri og slembivali. Alda byggir þessa tillögu sína á rannsóknum sem sýna að nokkur munur er á hagsmunatengslum og því hverju ráði ákvarðanatöku fulltrúa sem valdir eru með ólíkum hætti. Td. líta slembivalsfulltrúar að jafnaði á sig sem fulltrúa almennings á meðan að flokkakjörnir líta á sig sem fulltrúar eigin kjósenda.

Að ofangreindi tillögu má sjá, að Alda vil draga verulega úr ríkjandi flokksræði og spillingunni sem því fylgir. Það er þó ekki þar með sagt að Alda vilji alfarið leggja niður alla starfsemi stjórnmálaflokka. Þvert á móti þá ætlar Alda flokkunum mikilvægt vægi í hinu pólitíska litrófi framtíðarinnar.

Markmiðið félagsins með verkefninu er að útbúa skjal um lýðræðislegt skipulag stjórnmálaflokks sem allir stjórnmálaflokkar geta nýtt og tileinkað sér að kostnaðarlausu. Með auknu lýðræði innan stjórnmálaflokka, vill Alda að valddreifing innan flokka aukist, að almenningur taki meiri þátt í flokka- og stjórnmálastarfi, að breiðari hóp fólks verði gert kleift að hafa pólitísk áhrif á samfélag sitt, að
forræðishyggja minnki og samtakamáttur aukist, almenningur læri að tileinka sér lýðræðislegar aðferðir og vinnubrögð, að gagnsæi stjórnmálaflokka aukist, að verulega dragi úr spillingu og eiginhagsmunahyggju innan stjórnmálasviðsins.

Ennfremur er markmiðið með verkefninu að vekja athygli á þverstæðunni sem felst í því að stjórnmálaflokkur vinni að lýðræðislegum málefnum þegar lýðræðisleg skipan flokksins er sjálf ábótavant. Alda vill vekja athygli á því að núverandi stjórnmálaflokkar á Íslandi starfa ekki eftir leikreglum “alvöru lýðræðis.

Verkþættir:

1. Lög stjórnmálaflokksins. Skrifa skipulagslög stjórnmálaflokksins sem miða að
lýðræði. M.ö.o. lagaramma sem tryggir lýðræðislega ástundun flokksmanna.
2. Greinargerð, sem er hugsuð sem fylgiskjal við lögin, sem fjallar almennt um lýðræði og skýrir frá nauðsynlegum gildum stjórnmálaflokks sem starfar undir formerkjum lýðræðis. Þar er fjalla um spillingu í flokkum og hvernig draga má verulega úr henni. Í því samhengi er td. útskýrt af hverju stjórnmálaflokkur þarfnast ekki landsfundar. Einnig er lögð áhersla á að einfaldleiki í öllu skipulagi og uppbyggingu stjórnmálaflokks sé lykilatriði til að auka skilvirkni og gegnsæi. Ennfremur er sagt frá því að stefna flokksins er ekki mótuð árlega, heldur hægt og rólega með tímanum. Stefna stjórnmálaflokks er ekki höggvin í stein, heldur er hún lífrænt ferli sem tekur breytingum.
3. Greinargerð, sem er hugsuð sem fylgiskjal vil lögin, sem skýrir frá lýðræðislegum verklagsreglum flokksins. Þar er lögð áhersla á mikilvægi bottom-up ferla í ákvörðunartöku (sjá. td. kvörtun í umbótarskýrslu Samfylkingar). Jafnframt er kafli sem segir frá lýðræðislegum aðferðum á borð við consensus ákvarðanatöku.

1. Hugmyndir að lýðræðislegum skipulagslögum stjórnmálaflokks:

Almennt:
– Meginmarkmiðið er beint lýðræði félagsmanna
– Flokkurinn er félaganna; stefnumál og markmið breytast með félagsmönnunum.
– Allir fundir skuli vera opnir, ítarlegar fundargerðir skulu haldnar. Einu undantekningarnar sem þar eru leyfilegar eru þegar fundur ræðir viðkvæm persónuleg mál félagsmanna. Má þá loka fundi á meðan slíkt er rætt; að öðru leyti skal fundurinn vera opinn. (Sé fundur lokaður, þarf amk. einn aðili úr varanaglanefnd vera viðstaddur).

Flokksaðild, félagaskrá og félagsgjöld:
– Flokkurinn er opinn öllu fólki. Þar með talið þeim sem ekki er með íslenskan ríkisborgararétt eða lögheimili á Íslandi.
– Ekki eru gerðar sérstakar kröfur um að fólk megi ekki vera skráð í aðra stjórnmálaflokka.
– Auðvelt skal gera almenningi að skrá sig á og af félagaskrá.
– Þegar fólk skráir sig í flokkinn, skal sérstaklega tekið fram hvort það vilji taka þátt í slembivalsúrtaki flokksins.
– Ekki eru föst félagsgjöld heldur valfrjáls, ásamt því að þau hafa engin áhrif á atkvæðisrétt manna. Félagsgjöld yrðu mun lægri fyrir skólafólk, atvinnulausa og öryrkja. Félagsgjöld þeirra sem hafa vinnu yrðu í tveimur flokkum, ~6þús kr. á árlega og ~12þús kr. árlega (sem dæmi).
– Fyrir flokksmenn gildir eitt atkvæði á mann í kosningum.
– Við inngöngu fá félagsmenn fræðslu um flokkinn og aðferðir lýðræðisins frá sérstakri fræðslunefnd.

Framkvæmdaráð:
– Hlutverk framkvæmdaráðs er fyrst og fremst framkvæmdalegs eðlis, td. sér það um daglegan rekstur félagsins eins og fundarhald og fjármál, tölvu- og upplýsingamál, fræðslunefnd o.s.frv. Jafnframt tekur framkvæmdaráð að sér kynningarstarf flokksins.
– Framkvæmdaráð er að hluta til valið með persónukjöri og að hluta til með slembivali.
– Framkvæmdaráðsaðilar eru kosnir til 1 árs í senn. (Þeir geta boðið sig fram á ný, en þó ekki oftar en x sinnum).
– Framkvæmdaráðsaðilar geta ekki verið þingmenn eða ráðherrar, nema að þeir segi starfi sínu í framkvæmdaráði lausu til að gegna þingmennsku.
– Framkvæmdaráðsaðilar geta gengið í málefnahóp, ef þeir gegna þar ekki ábyrgðarhlutverki.
– Framkvæmdaráðsfundir eru opnir öllum og hafa allir félagsmenn sem fundinn sitja jafnan atkvæðisrétt (þ.e. eitt atkvæði á mann).
– Framkvæmdaráðsfundir eru haldnir 1 sinni í mánuði.
– Ítarlegar fundarskrár eru rituð, ásamt því að allir framkvæmdaráðsfundir eru teknir uppá myndband. Hvort tveggja er opið öllum á heimasíðu félagsins.
– Tölvutækni (t.d. Skype) er nýtt á framkvæmdaráðsfundum til að gera flokksmönnum með búsetu á landsbyggðinni fært að “sitja” fundina.
– Túlkar verða nýttir til að gera fötluðu fólki fært að sitja framkvæmdaráðsfundi.
(Ath. síðustu tvö atriði miða að því að allir geti tekið þátt í flokksstarfinu, en líklegt er að það hafi hvetjandi áhrif á fólk til að hafa áhrif á samfélagið).

Málefnahópar:

– Hafa það hlutverk að starfa að stefnumótun flokksins.
– Allir félagsmenn geta stofnað málefnahóp, en ákvörðun er tekin um stofnun málefnahóps á félagsfundi. Endanlegt mat á niðurstöðu málefnahópa er jafnframt lagt á félagsfundi.
– Eru opnir öllum. (Ath! Hugmyndin hér er, að það virkar hvetjandi á fólk að taka þátt, ef það finnur að með því að mæta, þá hefur það áhrif).
– Málefnahópar kjósa sér 3 fulltrúa: fundarstjóra, ritara og talsmann. Þeir hafa engin völd önnur en að boða til funda, skv. reglum flokksins, og að stjórna fundi.
– Ýtarlegar fundarskrár eru ritaðar, sem eru opnar á heimasíðu flokksins. Mikilvægt er að fundarskrár séu á stöðluðu formi.
– Málefnahópar hafa mjög skýrar og afmarkaðar verklagsreglur sem varða aðferðir lýðræðisins, þar sem consensus ákvörðunaraðferðin er höfð í hávegum. Kosningar, þar sem eitt atkvæði er á mann, er einungis notað ef consensus aðferðin fer í þrot. (Hugmyndin með consensus er að koma í veg fyrir meirihlutaræði og taka vilja minnihlutans inn í allar ákvarðanir). Fræðslunefnd sér um að kynna lýðræðisaðferðir fyrir málefnahópunum og aðili frá fræðslunefnd situr jafnvel fyrstu fundi til að kenna consencus aðferðina.
– Í upphafi starfs síns, þurfa málefnahópar að skila verkáætlun til framkvæmdaráðs, þar sem skýr markmið, tímaáætlun og kosnaðaráætlun kemur fram. (Hugmyndin er að málefnahóparnir séu skilvirkir og skili af sér niðurstöðu í formi skýrslu)
– Málefnahópunum skal gefast tækifæri, til þess að kynna niðurstöður sínar fyrir öðrum félagsmönnum á netinu og almenn umræða skal fara fram um þær innan flokksins, áður en endanleg skýrsla er lögð fram til samþykkis eða neitunar á félagsfundi. (Hugmyndin er að málefnahópar fái viðbrögð við skýrslunni frá félagsmönnum og geti endurbætt skýrsluna út frá ábendingum, áður en endanlegt mat er lagt á hana á félagafundi).
– Skýrar reglur skulu vera í verklagsreglum um sérfræðiráðgjöf sem málefnahóparnir nýta sér. Þannig skulu sérfræðiálit vera fleiri en eitt, ásamt því að þau skulu kynnt almennum félagsmönnum (helst af sérfræðingi sjálfum) ítarlega. Æskilegt að sérfræðingar sitji einhverja af fundum málefnahópanna. (Reglurnar miða að því að koma í veg fyrir sérfræðingaræði og að málefnahópar geti sett sérfræðiálit undir stól).
– Allar stærri ákvarðanir sem félagið tekur fer a.m.k. í gegnum 2 stig. og taka lengri tíma td. 3 vikur. (Ath! það á eftir að útfæra þetta betur).
– Sú hugmynd kom upp að vera með skuggaráðuneyti, þe. málefnahópa sem samsvara öllum ráðuneytunum.

Félagsfundir:
– Á félagsfundi eru allar stærri ákvarðanir flokksins teknar, á borð við stefnuplagg flokksins. Þar er td. kosið um niðurstöður málefnahópanna og hvort þær séu samþykktar í stefnu félagsins.
– Félagsfundir eru öllum opnir, og hafa allir félagsmenn sem fundinn sitja jafnan atkvæðisrétt (þ.e. eitt atkvæði á mann).
– Félagsfundir eru haldnir 2 sinni í mánuði og skal fundarskrá vera kynnt á vef félagsins 1 viku fyrir fundinn.
– Ýtarlegar fundarskrár eru ritaðar, sem eru opnar á heimasíðu flokksins, ásamt því að fundirnir eru teknir upp rafrænt.

Varnaglanefnd (Sáttanefnd):

– Hlutverk hennar felst fyrst og fremst í því að leysa ágreiningsmál sem upp geta komið í stjórn og hjá málefnahópunum. Td. ef minni hluti málefnahóps kúgar meirihluta eða öfugt. (Nefndin fer eftir mjög ströngum verklagsreglum og hefur afmarkað valdsvið).
– Í nefndinni starfa ca. 15 manns í einu.
– Varnaglarnir starfa í 6 mánuði hver, en kosið er í eftirlitsnefndina á 3 mán fresti og á þá sér stað endurnýjun á helmingi nefndarinnar. M.ö.o. á 3 mán fresti fer helmingur að nefndinni út en nýr helmingur kemur inn. (Hugmyndin er, að með hraðri endurnýjun nefndarinnar, megi koma í veg fyrir að eftirlitsaðilar kynnist of vel og myndi valdaklíku).
– Varnaglanefnd getur ekki tekið upp mál upp á sitt einsdæmi. Hinsvegar getur hún skrifað ályktun um niðurstöðu málefnahóps sem hún álítur að stríði gegn mannréttinda- og lýðræðissáttmálum og sett málið á dagskrá á félagsfundi.

Þingmenn og kosningar:
– Þingmenn eiga að fara með mál flokksins á þing og eru þau mál ofar “samvisku þeirra”.
– Kjör á þingmönnum: 1. tillaga: Slembival (með því skilyrði að sami aðilinn geti einungis verið valinn einu sinni). 2. tillaga: Helmingur sæta á lista er persónukjörinn, en hinn helmingurinn slembivalinn. (Raðað á lista þannig að persónukjörnir og slembivalskjörnir koma til skiptis eða að kjósendur raða sjálfir á listann)
– Sú hugmynd kom upp að þingmenn séu fulltrúar ákveðins prósentu félagsmanna, séu td. 3 þingmenn á þingi fyrir flokkinn, og 70% félagsmanna segja já við frumvarpi en 30% segja nei, þá segja 2 þingmenn já, en 1 þingmaður segir nei á alþingi. Þetta fyrirkomulag yrði aðeins notað þegar consensus-aðferðinni þrýtur. Námundun prósentna á við eins og kostur er, en mögulega gæti þurft að kasta upp á afstöðu eins þingmanns ef afstaða félagsmanna er ekki hægt að námunda vel. (T.d. ef þingmenn eru þrír, en helmingur félagsmanna vilja samþykki, en helmingur er á móti – réttast væri að kasta upp á afstöðu eins þingmannsins).

Sveitarstjórnarmenn:
– Sams konar skipulag og með þingmenn, nema að allt skipulag miðast við viðkomandi sveitarfélag.

– Skýrar reglur skulu vera um kosningarbaráttu og kosninga-auglýsingar flokksins. Áhersla skal lögð á að kosningar snúast um málefni en ekki einstaka frambjóðendur. Baráttan á fyrst og fremst að snúast um að kynna stefnu flokksins. Forðast skal það sem nefnist ímyndasköpun flokksins. Mikilvægt er að flokksfélagar séu virkjaðir til kynningarstarfs og er æskilegt að bæði verði nýttir hefðbundnir miðlar til verksins, sem og annars konar grasrótar aðferðir. Sérstakir talsmenn flokksins eru ekki endilega frambjóðendur sjálfir, heldur almennir flokksfélagar.
– Hvað gerist ef þingmaður neitar að breyta skv. vilja félagsmanna?
– Hvað ef þingmanni finnst siðferðiskennd sinni ofboðið með tiltekinni tillögu? Kalla til varamann?

Fjármál og styrkir:
– Fjármál flokksins skulu vera opinberlega birt og nákvæmlega sundurliðuð. Allir reikningar og fjárframlög eru birt undir nafni á heimasíðu flokksins.
– Flokkurinn tekur við frjálsum fjárframlögum frá einstaklingum, félögum, fyrirtækjum, ríkinu. (Engin styrktarnefnd skal vera starfrækt, heldur skal styrktaraðilum bent á reikning og kennitölu á netinu. Er þetta gert til að koma í veg fyrir spillingu). Afmarkað þak skal vera á fjárframlögum og skal sú upphæð vera fremur lág. Ekki er hægt að styrkja einstaka þætti flokkstarfsins, eins og td. ákveðinn
málefnahóp, heldur rennur styrkurinn til flokksins í heild.
– Fjármál flokksins eru lýðræðislega ákvörðuð, en ákv. fjárlaganefnd sér um að skila tillögu að fjárlögum félagsins ár hvert til félagafundar þar sem kosið er um þau.
-Fjárlaganefnd samanstendur af persónukjörnum og slembivalskjörnum
félagsmönnum og er kosin til starfa ár hvert.

Annað:
— Of margar tillögur á of stuttum tíma, til dæmis (Sjálfstæðismenn kvarta undan því. Tillögur „drukkna“) Hugsanlega ársfund þar sem nýtt framkvæmdaráð er kosið, lögum breytt, etc. Ársfundur geri ekkert meira en vanalegur ársfundur venjulegs félags.
— Áhugavert – aðfinnsluvert: Á landsfundum virðist svo vera sem ekki allir fulltrúar kjósi um allar tillögur, jafnvel þó um sé að ræða formannskjör.

One Thought to “Skipulag lýðræðislegs stjórnmálaflokks”

  1. Björn Leví Gunnarsson

    Mjög flott, nokkrar athugasemdir.

    Það þarf ekki að kasta hlutkesti til að ákveða atkvæði, það má líka skila auðu eða sitja hjá.

    Allar nefndir, „formaður“ og hvað annað sem er kjörið af almennum félagsmönnum hafa í raun ekkert vald nema með tilvísun í samþykktar stefnur eða atkvæðagreiðslur. Þeirra eina verk er að „þjóna“ lýðræðinu og upplýsa kjósendur um hvað ýmsir svarmöguleikar þýða … og svo framfylgja lýðræðislegri kosningu/úrtaki eftir bestu samvisku.

    Það verður að taka tillit til þess að allar kosningar til nefnda og formanna eða fulltrúa er „þynning“ á lýðræði. Mörg atkvæði verða að einni rödd. Sama á við um uppröðun/prófkjör á lista fyrir kosningar. Uppröðun á ekki að fara fram fyrir kosningar heldur á hún að gerast í kosningunum sjálfum þar sem kjósendur velja ekki flokk heldur einstaklinga … val þeirra á einstaklingum jafngildir uppröðun á lista. Þannig er ekki hægt að „smala“ til prófkjörs þar sem úrslit prófkjörsins eru í raun úrslit alvöru kosninga. Ef einhverjum tekst að sannfæra kjósendur að flykkjast í alvöru kosningum til þess að kjósa x eða y … þá á lýðræðið það skilið.

    Ef þingmaður neitar að fara samkvæmt vilja félagsmanna verður hann að gera bent á lýðræðislegan vilja félagsmanna. Ef eins og nefnt er í greininni, kosning málefnis skiptist 10/90 þá getur vel verið að einhver þingmaður vilji standa fyrir skoðunum þessara 10 prósenta (concensus failure). Ef þingmaður getur EKKI með rökréttum hætti bent á lýðræðislegan stuðning félagsmanna þá þarf mögulega inngrip hagsmunaárekstrarannsóknar, fræðslunefnd til þess að kanna kosti og galla allra skoðana, hjásetu í því máli eða bara sætta sig við að mismunandi skoðanir eru til og halda áfram.

Comments are closed.