Fundargerð í málefnahópi um lýðræðisvæðingu stjórnmálanna þar sem rætt var um skipulag lýðræðislegs stjórnmálaflokks.

Mættir Margrét Pétursdóttir, Helga Kjartansdóttir (sem stýrði fundi), Guðmundur Haraldsson, Björn Þorsteinsson, Haraldur Ægisson, Hjalti Hrafn, Morten Lange og Kristinn Már er ritaði fundargerð.

1. Skipulag lýðræðislegs stjórnmálaflokks

Kynning á tillögum um lýðræðislegan stjórnmálaflokk. Lýðræðisleg skipan stjórnmálaflokks. Guðmundur D. kynnti drögin sem unnin höfðu verið fyrir fundinn (sjá hér á vef Öldu). Grunnprinsipp. Markmiðið er að búa til stjórnmálaflokk sem gengur út á beint lýðræði. Þeir sem taka þátt í starfinu hafi bein áhrif á það sem gerist og þær ákvarðanir sem eru teknar. Allir fundir opnir, alls staðar ítarlegar fundargerðir, allir hafa atkvæðisrétt. Fulltrúar flokksins eru bundnir því að kjósa í samræmi við vilja félagsmanna. Framkvæmdaráð heldur starfinu gangandi, sér um praktísk mál, húsnæði, tölvur og þess háttar. Félagsfundir taka við tillögur frá félagsmönnum og samþykkt eða synjað þar. Málefnahópar hittast og koma sér saman um mál – skila tillögum áfram til félagsfundar, ef felld að þá fer tillagan aftur í málefnanefnd. Ef ekki næst consensus þarf atkvæðagreiðslu. Aukinn meginhluti til að koma málum í gegnum nefndir. Ef félagsfundur klofnar að þá fer af stað proxy-voting (consensus aðferðin þrýtur) – ef þrír þingmenn og 30% félagsmanna segja nei að þá segir einn þingmaður nei og ef 70% segja já að þá segja tveir þingmenn já. Þrautarúrræði. Ráðstafanir í að efla umræðu. Fyrsti fundur fer í að kynna verklagið, consensus. Nefnd sem tekur við ábendingum um spillingu og innra starf – varnaglanefnd. Varnaglanefnd er heimilt að skrifa álit við tillögur frá málefnanefndum. Varnaglanefndin er slembivalin úr hópi félagsmanna og skipt mjög reglulega um í henni. Helmingur af nefndinni er valin í hvert skipti. Hugmynd að hafa málefnahópa sem eru skuggaráðuneyti. Einhverjar fastanefndir en samt hafa félagsmenn heimild til að stofna eigin nefndir. Skilyrði til að verja yfirtöku.

Rætt var um prakísk atriði svo sem eins og hversu oft er kosið/valið í nefndir. Fer meðal annars eftir stærð flokka. Mikilvægt er að fundargerðir séu opnar.

Rætt um kosningar á netinu og hættuna því tengdu. Rannsóknir sýna að hættan sé minni en gera má ráð fyrir og finna má varnagla á slíkt kerfi, t.d. að boðið sé upp á kjörklefa fyrir þá sem voru þvingaðir til atkvæðis. Lýðræði er samræða í átt að niðurstöðu. Rafræn samræða mikilvæg.

Fræðslunefnd í flokknum kennir aðferðir. Rætt um consensus og umræðuaðferðir, mikilvægi þeirra.

Umræða um slembival og reynsluna af því. Slembivalsfulltrúar líklegri til að hafa heildarhagmsuni að leiðarljósi. Aðferðin tryggir faglega niðurstöðu, gefinn sé góður tími og umgjörðin sé rétt. Góð reynsla af starfi slembivalsnefnda víða um heim. Grunnur lýðræðisins í Aþenu til forna var slembival. Allar tegundir fulltrúa hafa kosti og galla. Í þjóðfélagi þar sem er slembival er hvati til þess að taka pólitík alvarlega – hún kemur öllum við.

Spurning hvort það megi vera með umboðsmenn. Pirate Party er með vefkerfi þar sem gert er ráð fyrir umboðsmönnum. Hættan sú að þá verði umræðan ekki lengur á jafnræðisgrundvellli, eitt atkvæði á mann og consensus gæti orðið erfiðara.

Rætt um að þingmenn taki að sér tvö kjördæmi, sitt eigið og eitt annað. Gæti verið sniðugt að þvinga þingmenn til að taka önnur kjördæmi og jafnvel málefni sem þeir hafa ekki beinan áhuga á. Tryggir ákveðna víðsýni og félagslegan skilning út fyrir eigin hagsmunatengsl.

Nauðsynlegt að tryggja stofnanir innan flokksins fyrir þátttöku allra landshluta. Má leysa að hluta með tæknilausnum. Þingmaður lýðræðislegs flokks alltaf ábyrgur gagnvart öllum kjördæmum. Fulltrúar málefnahópa allra landshluta hittist í stað sumfunda allra hópa milli landshluta. Fulltrúar leiti sérfræðiaðstoðar. Verklag við notkun sérfræðiþekkingar. Leita skal margra álita, gagnrýni á sérfræðiaðstoð.

Félagaskrá, hver hefur aðgang og hvernig? Á hún ekki bara að vera opin? Rætt um aðgang að félagatali. Frambjóðendur í prófkjörum og félagsmenn. Persónuvernd og auðgengi að upplýsingum í öðrum tilgangi – s.s. auglýsingastofur.

Skilyrði fyrir því að fulltrúar flokksins sem kjörnir eru á þing að þeir geti ekki orðið ráðherra. Rætt um stjórnarmyndanir og stjórnarsáttmála og völd þingflokks, hvað varðar málamyndanir. Hvernig á að kjósa ráðherra, minnt á tillögur Öldu. Stjórnmálaflokkarnir séu valdastofnanir kemur í ljós þegar rætt er um stjórnarmyndanir og störf þingflokks. Stjórnarmyndanir samþykkt innan flokksins. Stjórnarsáttmáli unninn í opnu ferli innan flokksins.

Rætt um aðstoð lögfræðinga, þjónustu nefndarsviða Alþingis.

Er það vandamál að stefnan geti breyst mikið og hratt? Kostur að þurfa ekki að kvitta undir eitthvað of fastmótað og kostur að fólk geti haft áhrif á stefnuna reglulega. Rætt um val á fulltrúum (sjá tillögur). Fléttulisti persónukjörinna og slembivalinna. Hvað með jöfnun? Opt in eða opt out? Samstaða um að hafa skyldu og opt out.

Rætt um að ljúka við tillögurnar fyrir næsta stjórnarfund, fundur boðaður þann 5. desember næstkomandi.

2. Önnur mál

Kristinn Már gerði grein fyrir því að félaginu hefði verið boðið á nefndarfund hjá Alþingi til að ræða tillögur Stjórnlagaráðs og afgreiðslu þeirra. Kristinn rakti þau atriði sem félagið hefði ályktað um í því sambandi og rætt hefði verið á stjórnarfundum.

Fundi slitið 22:45.