Björn Þorsteinsson stýrði fundi, Björn Brynjar Jónsson ritaði fundargerð.
Mæting: Björn Þorsteinsson, Geir Guðmundsson, Björn Brynjar Jónsson, Kári Páll Óskarsson, Arnar Sigurðsson, Gústaf Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, Þórarinn Einarsson, Sólveig Alda Halldórsdóttir og Ingólfur Gíslason.
1. Efni og hugmyndir 7. kafla úr Envisioning Real Utopias eftir Erik Olin Wright rædd:
Skilgreining höfundar á félagslegu hagkerfi
Tvö dæmi; Wikipedia og félagslegt hagkerfi í Quebec
Hugmyndin um óskilyrt laun (e. unconditional basic income)
Félagslegur kapítalismi
Labor Controlled Solidary fund
Share-levy Wage Earner fund
Samvinnufélög – Mondragón
2. Verkefni málefnahópsins og tímaáætlun
Björn Þ. nefnir skammtímamarkmið hópsins, að setja fram stefnu félagsins um lýðræðislegt hagkerfi. Hugmyndin er að leggja stefnuna fyrir stjórn Öldu í mars nk.
Næstu skref að þessu markmiði er að:
– heyra reynslusögur um rekstur samvinnufélaga hér á landi
– skoða lagaramma og sögu samvinnufélaga á Íslandi
– lesa 3. kafla úr After Capitalism eftir David Schweickart
Tillaga nefnd að halda sérstakan fund um samvinnufélög fljótlega, jafnvel næstu helgi.
Aðgerðir fyrir slíkan fund:
– Sólveig ætlar að hafa samband við aðila tengda Hljómalindar-hópnum til að koma á fundi og deila reynslusögum.
– Sögufróður aðili úr félaginu hafði lýst yfir áhuga á að kynna fyrir okkur sögu SÍS. Sólveig mun athuga með hann.
Hópurinn kynni sér
– Lög um samvinnufélög
– COPAC – Committee for the Promotion and Advancement of Cooperatives
Hópurinn lesi 3. kafla úr After Capitalism eftir David Schweickart fyrir næsta fund 3. febrúar n.k.
3. Önnur mál
Sólveig veltir upp þeirri spurningu hvort félagið ætti að senda stjórnvöldum áskorun tengda gjaldþroti Eyrarodda hf. á Flateyri og benda á þann möguleika að láta starfsmönnum tæki og búnað í hendur til áframhaldandi reksturs. Ákveðið að ígrunda málið, e.t.v. bera það upp á næsta stjórnarfundi félagsins.
Fundi slitið kl. 22:45
Næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 3. febrúar klukkan 20.30.