Fundagerð frá stjórnlagaþingshópnum er hélt fund 25. janúar síðastliðinn. 

Viðstödd: Halldóra Ísleifs, Kristinn Már, Hjörtur, Nils Gíslason, Hjalti og Íris.

Kristinn Már stýrði fundi og Íris ritaði fundargerð.

1. Umræður um fjármál stjórnmálaflokka byggð á tillögum Hjartar. Umræður um hvort eigi að setja bann við styrjum erlendra ríkisborgara við stjórnmálaflokka, erlend samtök og fyrirtæki falla undir bann við stuðningi lögaðila.

2. Halldóra spurði hvort hópurinn myndi móta tillögur um mannréttindakafla stjórnarskrárinnar og ákveðið var að skoða hann ef meiri tími gefst ef/þegar stjórnlagaþingi er frestað.

3. Umræður um tillögur Öldu til stjórnlagaþing, farið í gegnum skjalið og rætt um hvert atriði fyrir sig.

a. Forseti: Ákveðið að leggja á ný til svipað kerfi og er í Sviss þar sem þingið kýs forseta úr röðum ráðherra til eins árs í senn. Mikilvægt að hafa haldbærar fyrirmyndir fyrir tillögum.

b. Kosningakerfi: Deilt um hvort að það eigi að vera þegnskylda að sitja á Alþingi og hvort það sé rétt að leggja áherslu á að slembival sé rétta tækið til að fá fulltrúa minnihlutahópa inn. Halldóra benti þó á að það myndi óhjákvæmilega gerast. Ekki samstaða um borgaralegu skylduna og því vísað til næsta fundar. Nils kom með þann góða punkt að slembivalsfulltrúar gætu kosið að mæta ekki en það þarf að minnast á það í greinargerð. Rætt um kjördæmaskipan og hvort að kjördæmin eigi að vera fimm eða bara tvö, höfuðborg og landsbyggð. Verður tekið upp á næsta fundi.

c. Opið lýðræði: Hjalti kom með tillögur um að hver sem er megi tala á Alþingi, t.d. yrði ákveðinn tími í viku tekin frá fyrir utanaðkomandi ávörp, og að gögn skuli vera gerð aðgengileg með skilvirkum hætti. Nils lagði til að þingmenn yrðu skyldugir til að gera grein fyrir atkvæði sínu.

d. Ráðherrar: Rætt um mikilvægi þess að starfslýsing og hæfinskröfur liggi fyrir áður en auglýst er eftir umsóknum.

e. Dómendur: Umræður um hvort hæstaréttarlögmenn hefðu ekki of mikilla hagsmuna að gæta til að þeir væru heppilegir til að kjósa hæstaréttardómara. Nils lagði til að hæstaréttardómarar yrðu valdir með hlutkesti og Kristinn Már bætti því við að hæstaréttardómarar skipuðu nefnd sem skæri úr um hæfi umsækjenda.

f. Fyrirtæki: Rætt um að mikilvægt til að koma í veg fyrir að yfirmenn fái ekki margföld laun á við starfsmenn.

e. Borgaraþing: Bent á Geir Guðmundsson varðandi útfærslu á Borgaraþingi.

f. Þjóðaratkvæði: Ánægja með að 1/3 þingmanna geti framkallað þjóaratkvæðagreiðslu. Það veiti meirihlutanum aðhald og hvetji hann til að vinna lagafrumvörpin vel. Hjörtur ætlar að skoða ákvæðið betur.

g. Fjármál stjórnmálasamtaka og auglýsingar til Alþingis: Rætt um hvort það eigi að leggja kvaðir á hendur smærra miðla, t.d. netmiðla. Annars sjá lið 1.

Næsti fundur mánudaginn 31. janúar kl. 20:30 þar sem gengið verður frá tillögum til stjórnarfundar 1. febrúar. Tillögur til umræðu á þeim fundi verða birtar á vefsvæði félagsins með fundarboði.

Fundi slitið kl. 10:43

One Thought to “Fundargerð – Stjórnlagaþingshópur”

 1. Björn Leví

  „Mikilvægt að hafa haldbærar fyrirmyndir fyrir tillögum“
  Nei, þetta er ekki rétt. Það er mikilvægt að rök fylgi tillögum. Ef einungis fyrirmynd fylgir tillögu þá vantar þau rök sem fylgja fyrirmyndinni. Það getur vel verið að fyrirmyndin virki í sínu umhverfi en ekki annars staðar. Einnig, ef alltaf væri unnið samkvæmt haldbærum fyrirmyndum þá myndi ekkert breytast, ekkert nýtt verða til. Í mesta lagi smávægilegar breytingar til aðlögunar.

  „að þingmenn yrðu skyldugir til að gera grein fyrir atkvæði sínu“
  og ef greinargerð þeirra er röng, hver bendir þeim á það? Ef ásökun um ranga greinargerð er röng … hvað þá? Á að útiloka „af því bara“ sem greinargerð? Verður greinargerðin að fá einhvers konar vottun frá utanaðkomandi aðilum, þinginu í heild sinni eða hvað?

  Tilgangurinn verður að helga meðalið … hver er tilgangur þess að láta þingmenn gera grein fyrir atkvæði sínu í hvert eitt og einasta skipti? Þegar liggja fyrir öll rök með og á móti, þau koma fram í umræðunum fyrir kosninguna og auðvelt er að gera ráð fyrir að hver sem kýs á móti sé sammála gagnrýninni í umræðunum og öfugt. Ef eitthvað vantar upp á geta þingmenn alltaf gert grein fyrir atkvæði sínu að eigin frumkvæði og bætt við einhverju eða hvað má nú vera.

  Aðalmálið er að gögnin (rökin með og á móti) séu skýrt og skilmerkilega sett fram fyrir almenning. Það á að vera hlutverk fréttamanna, en …

  Segjum sem svo að ég vilji skoða einhvern ákveðin þingmann, þá á ég auðveldlega að geta séð öll þau mál sem hann hefur kosið um sem og greinargerð hans, almenn rök með og á móti og þar fram eftir götunum.

  „f. Þjóðaratkvæði: Ánægja með að 1/3 þingmanna geti framkallað þjóðaratkvæðagreiðslu.“
  Væri frábært að fá einhvers konar svoleiðis ventil … aukatæki við störf forseta (sem á að vernda stjórnarskránna gegn „vondum“ lögum). Hvað með þriðja ventilinn, að almenningur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu? Ferlið gæti þá frekar verið að forseti getur alltaf krafist þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að verja stjórnarskránna og almennt íbúa landsins. 1/3 þings getur lagt til þjóðaratkvæðatillögu samhliða lögum þegar þau fara til forseta. X margar undirskriftir geta einnig fylgt lögum til forseta eða jafnvel bara til 1/3 þings, svona þrepakerfi.

  Það mætti gera ráð fyrir því að það teldist alvarlegt mál ef forseti eða þing myndu neita þjóðaratkvæðagreiðslu yfirlýsingu …

Comments are closed.