Bragi Halldórsson deildi reynslu sinni með fundarmönnum en hann hefur starfað með hópi sem stofnaður var eftir að Hljómalind, kaffihús og samfélagsmiðstöð, lokaði en þessi hópur vildi stofna og reka starfsmannasamvinnufélag (workers co-op) með flatri samhljóma ákvarðanatöku. Það reyndist hins vegar ekki lagalega hægt. Hann hefur því ágæta þekkingu á lagaumhverfinu hér heima. Á fundinum voru fleiri reynsluboltar í félagastarfi sem gátu varpað ljósi á sögu samvinnufélaga hér heima.
Fundur um samvinnufélög og lagaumhverfi. Haldin í Hugmyndahúsi háskólanna 6. febrúar 2011 kl. 16.00. Fundur hófst 16.15 og lauk 18.15
Bragi Halldórsson sagði fundarmönnum frá reynslu sinni af því að reyna að starfa í co-opi hér heima. Hann renndi í gegnum sögu samvinnufélaga, sögu SÍS, fór yfir mismunandi tegundir samvinnufélaga og lýsti reynslu sinni af því að reyna að starfa í co-opi í lagaumhverfi sem er því óhagstætt. (Tengill á heimasíðu Braga)
Til að teljast til samvinnufélaga þarf starfsvið þess að vera skýrt. Samkvæmt öllum lögum alls staðar. Grunnhugsunin er að allir standi jafnfætis, eigi eitthvað sameiginlegt og stofna um það félag á sínu sérsviði. Síðan hefur hver félagsmaður eitt atkvæði á mann. Lagaramminn er svo mismunandi milli landa.
Hér heima vantar lög um starfsmannasamvinnufélög eða workers-cooperative. Slíkt félag er ekki hægt að starfrækja hér á landi. Í lögunum eru aðeins fjórar mismunandi tegundir í boði: pöntunarfélag, framleiðslusamvinnufélag, samvinnufélag og kaupfélag. Síðan falla t.d. Sparisjóðir og húseigendafélög (eins og t.d. Búseti) undir samvinnufélagslögin en með sér formerkjum þó. Í Bretlandi eru starfsmannasamvinnufélög möguleg. Stjórnmálaflokkur samvinnufólks (Co-operative Party, www.party.coop) starfar innan breska verkamannaflokksins. Samvinnufélög hafa reynst sérstaklega vel í Argengíntu og ekki verið tengd pólitík.
Tvö félög þekkjum við hér heima sem voru næst því að vera starfsmannasamvinnufélög, félögin Rafafl og Samvirki. Þau eru ekki starfrækt lengur. Félagsmenn bjuggu til hlutafé og ráku það með vinnu framlagi. Þessi félög stóðu til að byrja með fyrir utan lögin, en fengu síðar settan inn kafla um framleiðslusamvinnufélög. Starfsmenn voru því launamenn en félagið sjálft verktaki.
Frjáls félög geta ekki haft rekstur sem aðalmarkmið. Allt starf þarf að vera unnið í sjálfboðastarfi en mega safna aurum í sjóð. Frjálsu félögin stofna utan um reksturinn einkahlutafélag sem þau eiga að fullu.
Mjög góðar umræður spunnust á fundinum og voru fundarmenn almennt ánægðir með fundinn. Ljóst þykir að brýnast er að leggja til ný lög um samvinnufélög og koma þeim á framfæri við alþingismenn.
Mættir: Einar Bergmundur, Hulda Björg Sigurðardóttir, Sara Sigurbjörns-Öldudóttir, Ingólfur Gíslason, Björn Þorsteinsson, Helga Kjartansdóttir, Hjörtur Hjartarson, Björn Brynjar Jónsson, Geir Guðmundsson, Arnar Sigurðsson, Sigfús Guðfinnsson, Þórarinn Einarsson, Guðmundur Ágúst Sæmundsson, Reynir Ingibjartsson, Guðrún Tryggvadóttir, Gústav A.B. Sigurbjörnsson, Methúsalem Þórisson, Bragi Halldórsson og Sólveig Alda Halldórsdóttir.